Ísland í öðru sæti yfir vistvænustu áfangastaði

Gullfallegir áfangastaðir.
Gullfallegir áfangastaðir. Samsett mynd

Ísland er í öðru sæti þegar kem­ur að vist­væn­um lönd­um til að heim­sækja árið 2024 sam­kvæmt ný­út­gefn­um lista Enjoy Tra­vel. Bút­an var valið vist­væn­asta land í heimi en 50 lönd eru á list­an­um og sit­ur Hol­land í 50. sæti. 

Sjálf­bær og vist­væn ferðamennska og nátt­úru­vernd nýt­ur mik­illa vin­sælda víðsveg­ar um heim, en hún snýr meðal ann­ars að því að tryggja vernd þeirra ein­stöku auðlinda sem lönd­in búa sem og minnka kol­efn­is­spor. 

Á lista Enjoy Tra­vel er Íslandi meðal ann­ars lýst sem frum­kvöðul þegar kem­ur að end­ur­nýj­an­legri orku en 85% fru­morku­notk­un­ar hér á landi er græn.

Eft­ir­far­andi eru tíu vist­væn­ustu lönd í heimi að mati Enjoy Tra­vel:

  1. Bút­an
  2. Ísland
  3. Finn­land
  4. Slóven­ía
  5. Sviss
  6. Botsvana
  7. Nor­eg­ur
  8. Ástr­al­ía 
  9. Maldív­eyj­ar
  10. Borneó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert