Kærasta Beckham í íslenskri hönnun í Himalajafjöllum

Fyrirsætan Mia Regan klæddist íslenskri hönnun frá toppi til táar …
Fyrirsætan Mia Regan klæddist íslenskri hönnun frá toppi til táar í átta daga fjallgöngu um Himalaya-fjöllin á dögunum. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Mia Reg­an, kær­asta bresku knatt­spyrn­u­stjörn­unn­ar Romeo Beckham, gekk ný­verið að grunn­búðum Ev­erest ásamt föður sín­um þar sem hún klædd­ist ein­ung­is ís­lenskri hönn­un.

Reg­an og Beckham virðast bæði vera hrif­in af ís­lenskri hönn­un. Þau hafa þó nokkr­um sinn­um sést klædd í fatnað frá 66° Norður, til dæm­is á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn, í Lund­ún­um, í úti­legu í Wales og nú á göngu um Himalaya-fjöll­in. 

Pakkaði ein­ung­is ís­lenskri hönn­un

Reg­an hef­ur verið dug­leg að deila mynd­um og mynd­bönd­um frá göngu sinni um Himalaya-fjöll­in á sam­fé­lags­miðlum, en ferðin tók átta daga. Hún leyfði fylgj­end­um sín­um að kíkja ofan í ferðatösk­una sína og fór í gegn­um það sem hún pakkaði með sér fyr­ir göng­una á TikT­ok. 

Þar má sjá að ofan í stórri app­el­sínu­gulri tösku frá 66° Norður er nær ein­ung­is fatnaður frá 66° Norður, allt frá sokk­um og eyrna­hlíf­um yfir í bux­ur, regnjakka og úlpu.

@reg­an­mia What i packed for trekk­ing 8 days through the Himalayas, Lukla -> Ama Dablam base camp‼️ we­ar­ing the best @66°North kit and protect­ing my skin with my favou­rite @The Ordin­ary 🏔️🫚🍜🌸🫧🕺🏽 #TheOrdin­ary ♬ Otra Vez - Prod­Mar­vin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert