Það dónalegasta sem flugfreyjur hafa lent í

Flugfreyjur lenda í ýmsum uppákomum.
Flugfreyjur lenda í ýmsum uppákomum. Ljósmynd/Colourbox

Það eru ekki all­ir flug­f­arþegar al­menni­leg­ir. Flug­blogg­ar­arn­ir Twoguy­sonapla­ne komust að þessu þegar þeir spurðu flug­freyj­ur og flugþjóna hvað væri það dóna­leg­asta sem starfstétt­in hefði upp­lifað í vinn­unni. Fólk á það til að sýna sín­ar verstu hliðar í háloft­un­um. 

Hér má lesa brot af því versta. 

Togaði í taglið!

„Ég lenti í því að full­orðinn maður togaði í taglið til þess að ná at­hygli minni til þess að fá snakk.“

Líkti starf­inu við sjálfsala!

„Ég var kölluð sjálfsali með of há laun af því ég færði hon­um ekki meiri bjór.“

Al­vöru vinna!

„Fáðu þér al­vöru vinnu.“

Hráka!

„Það var hrækt á mig. Þau voru hand­tek­in.“

Fékk sam­lok­una í and­litið!

„Sam­loku var hent í and­litið á mér og mér var sagt að fara til and­skot­ans.“

Fékk að heyra það!

„Ég fékk að heyra að ég væri al­gjör­lega óhæf þar sem ég gat ekki hringt í annað flug­fé­lag í loft­inu.“

Það eru ekki allir farþegar almennilegir.
Það eru ekki all­ir farþegar al­menni­leg­ir. Ljós­mynd/​Colour­box

Fékk tösku í sig!

„Það var ekk­ert pláss fyr­ir hand­far­ang­ur­stösku, bauðst til þess að inn­rita far­ang­ur­inn frítt. Þá kastaði hann tösk­unni í mig.“

Talaði illa um starfið við barnið!

„Farþegi sagði barni að ef hún hegðaði sér ekki myndi hún enda eins og ég – ég er með há­skóla­gráðu.“

Fékk tyggjó í hend­urn­ar!

„Spurði hvort hann mætti láta mig fá eitt­hvað svo ég opnaði lóf­ann og þá lét hann mig hafa tyggjóið sitt.“

Ferðalög
Ferðalög Ljós­mynd/​Colour­box

Pissaði á gólfið!

„Sal­ern­in voru læst af því við vor­um að taka eldsneyti. Maður­inn ákvað að pissa á miðjan gang­inn.“

Vildi fá mat starfs­manns­ins

„Þegar ég var að borða mat sem ég hafði borgað fyr­ir, sögðu þau að ég hefði átt að bjóða þeim mat­inn.“

Verður ekki fal­leg eft­ir tíu ár

„Að til­efn­is­lausu: „Þú ert fal­leg kona en verður það ekki eft­ir tíu ár“.“

Piss í flösku

„Lét mig fá flösku fulla af þvagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert