Íslendingar kenna Bretum að keyra í snjó

Íslenskir ökumenn gefa Bretum góð ráð í snjónum.
Íslenskir ökumenn gefa Bretum góð ráð í snjónum. Ljósmynd/Unsplash/Laura Adai

Mikl­um snjó hef­ur kyngt niður víðsveg­ar um Bret­land og hef­ur veður­stof­an þar í landi varað öku­menn við erfiðum aðstæðum á veg­um. 

Á dög­un­um birt­ist grein á The Sun þar sem sér­fræðing­ar hjá bíla­leig­unni Lot­us Car Rental á Íslandi segja að bresk­ir öku­menn séu ein­fald­lega ekki van­ir því að tak­ast á við erfiðar aðstæður á veg­um og að þeir eigi það til að gera „hræðileg mis­tök“ þegar þeir keyra í snjó. 

Sér­fræðing­arn­ir gáfu öku­mönn­um í Bretlandi nokk­ur góð ráð við akstri í snjó. Þeir segja sólgler­augu eiga að vera staðal­búnað í alla bíla, ekki bara á sumr­in held­ur einnig á vet­urna. 

„Sólgler­augu hjálpa til við að draga úr glampa lágr­ar vetr­ar­sól­ar á snjón­um. Sólgler­augu munu stór­bæta hve vel þú sérð á veg­inn svo vertu viss um að hafa þau með þér, jafn­vel við snjóþyngstu aðstæðurn­ar,“ út­skýra þeir. 

Sólgleraugu ættu ekki einungis að vera staðalbúnaður í bílnum á …
Sólgler­augu ættu ekki ein­ung­is að vera staðal­búnaður í bíln­um á sumr­in held­ur líka á vet­urna. mbl.is/​Rax

Mik­il­vægt að halda ró sinni und­ir stýri

Þá mæla þeir með því að fólk sé í þægi­leg­um föt­um sem auðvelt er að hreyfa sig í, en þykk­ar úlp­ur og þung vetr­ar­stíg­vél geta tak­markað hreyfigetu þína og valdið erfiðleik­um með að finna hvað fæt­urn­ir eru að gera. Þar af leiðandi sé sniðugt að fara úr úlp­unni og skipta yfir í létt­ari skó áður en sest er und­ir stýri.

Þegar kem­ur að sjálf­um akstr­in­um er mælt með því að ekið sé af stað í öðrum gír þegar bíll­inn er kyrr­stæður og skipta síðan var­lega upp í hærri gír um leið og bíll­inn fer á hreyf­ingu. Það er ekki mælt með því að aka í fyrsta gír í snjó þar sem það get­ur aukið hætt­una á því að bíll­inn byrji að spóla og renna. 

Öku­menn eru einnig hvatt­ir til að halda ró sinni þegar þeir eru úti á veg­um, jafn­vel ef bíll­inn er að renna. „Það mik­il­væg­asta sem þú get­ur gert er að halda þétt í stýrið og stýra bíln­um þínum í þá átt sem þú renn­ur,“ segja þeir og bæta við að ef reynt er að kippa í stýrið eða hemla of fast þá gæti bíll­inn orðið meira stjórn­laus. „Ef þú ert í veru­legri hættu á að rek­ast á eitt­hvað þá get­ur þú bremsað en gerðu það eins var­lega og hægt er.“

Að lok­um bentu þeir á mik­il­vægi þess að vera með svo­kallaðan „neyðarpakka“ í bíln­um ef allt fer á versta veg og bíll­inn bil­ar. Neyðarpakk­inn ætti að inni­halda hluti eins og sköfu, rúðup­iss, blys, sjúkra­kassa, hlý föt, teppi, mat, drykk, skóflu, síma­hleðslu­tæki, start­kapla, vega­kort og kaðal til að draga bíl­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert