Öðruvísi útilega fyrir ævintýrafólk

Þessi gisting er ekki fyrir lofthrædda!
Þessi gisting er ekki fyrir lofthrædda! Samsett mynd

Í Tysse­dal í Nor­egi er boðið upp á frek­ar óhefðbundna gist­ingu í tjaldi sem hang­ir fram af kletti í 400 metra hæð. 

„Fólk sef­ur kannski ekki endi­lega mjög vel þegar það hang­ir þarna fyr­ir ofan fjörðinn, en við skul­um vera hrein­skil­in, þessi upp­lif­un snýst ekki um svefn. Og þegar allt kem­ur til alls get­urðu sofið vel ein­hverja aðra nótt,“ stend­ur um gist­ing­una á bók­un­ar­síðu Airbnb.

Hvert tjald rúm­ar tvo gesti og býður upp á ótrú­legt út­sýni yfir töfr­andi fjalla­lands­lag í kring. Allt í kring eru æv­in­týra­leg­ar göngu­leiðir og er svæðið því til­valið fyr­ir úti­vistar­fólk sem lang­ar að prófa eitt­hvað nýtt. 

Ekki fyr­ir loft­hrædda

Gest­ir fá all­an nauðsyn­leg­an búnað með tjald­inu – þar af eru klif­ur­belti, hjálm­ur, út­varp til að hringja í leiðsögu­menn, svefn­mott­ur, kodda, hlýja svefn­poka, kaffi, te, heitt súkkulaði, snarl, kvöld­verð og morg­un­verð. Þá kem­ur einnig fram að gest­ir þurfti alltaf að vera með ör­ygg­is­belti þegar þeir eru ná­lægt klett­in­um eða í tjald­inu, jafn­vel þegar þeir eru sof­andi. 

Til þess að kom­ast í tjaldið nota gest­ir kaðlastiga og því er mælt gegn því að loft­hrædd­ir gisti í tjöld­un­um, en fyr­ir þá sem kjósa það er einnig boðið upp á gist­ingu í tjaldi á jörðinni. Nótt­in í tjald­inu með öllu kost­ar 539 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­um 75 þúsund­um króna.

Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert