Fannst æðislegt að búa í London

Hildur Sif Hauksdóttir bjó í tvö ár í London.
Hildur Sif Hauksdóttir bjó í tvö ár í London. Ljósmynd/Aðsend

Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir flutti ný­verið heim til Íslands eft­ir tveggja ára dvöl í London. Í London starfaði hún sem deild­ar­stjóri viðskipta­tengsla hjá fjár­tæknifyr­ir­tæki. Hún get­ur vel ímyndað sér að flytja aft­ur er­lend­is seinna. 

„Ég ákvað að flytja heim eft­ir að hafa verið að starf­andi og bú­sett í London í tvö ár. Mér fannst æðis­legt að búa í London en var samt meira en til­bú­in að flytja aft­ur heim til Íslands eft­ir að hafa öðlast dýr­mæta reynslu á alþjóðleg­um vinnu­markaði og til­bú­in að tak­ast á við ný spenn­andi tæki­færi á Íslandi,“ seg­ir Hild­ur um breyt­ing­arn­ar í lífi sínu. 

Hvað fannst þér best við að búa í London?

„Það er lík­lega hvað borg­in er frjáls, í London er að finna fólk allstaðar frá úr heim­in­um og all­ir frjáls­ir að vera eins og þeir vilja. Frá­bært tæki­færi til að kynn­ast nýju fólki, víkka tengslanetið og tak­ast á við áskor­an­ir sem fylgja því að búa í stór­borg. Það er einnig alltaf eitt­hvað um að vera og erfitt að láta sér leiðast. Mér fannst ekk­ert skemmti­legra en að nýta helgarn­ar í að labba um borg­ina í mín­um upp­á­halds hverf­um, prufa nýja veit­ingastaði, kaffi­hús og auðvitað kíkja í ein­hverj­ar búðir. Ég var mjög dug­leg að fá heim­sókn­ir frá vin­um og fjöl­skyldu og naut ég mín sér­stak­lega vel að skoða borg­ina með þeim.“

Hildur Sif naut þess að ganga um borgina.
Hild­ur Sif naut þess að ganga um borg­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru ein­hverj­ir ókost­ir við borg­ina?

„Það er gríðarleg­ur hraði í London og ekki mikið um ró­leg­heit. Til lengra tíma get­ur það verið smá yfirþyrm­andi. Svo er auðvitað erfitt til að vera frá fjöl­skyldu og vin­um en svo saknaði ég sér­stak­lega Íslands yfir sum­ar­tím­ann. En ég vissi að ég væri ein­ung­is í London tíma­bundið og reyndi að nýta tím­ann vel sem ég átti í borg­inni sem var vissu­lega æðis­leg­ur.“

Finnst þér spenn­andi að búa á Íslandi í framtíðinni?

„Já mér þykir spenn­andi að búa á Íslandi og þá sér­stak­lega þegar ég verð eldri, en ég er samt viss um að eft­ir ein­hvern tíma mun ég aft­ur fá æv­in­týraþrá og jafn­vel skoða að flytja aft­ur er­lend­is.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert