Tenerife slær í gegn

Þetta voru mest lesnu ferðaviðtölin á ferðavef mbl.is árið 2023!
Þetta voru mest lesnu ferðaviðtölin á ferðavef mbl.is árið 2023! Samsett mynd

Árið 2023 birt­ust fjöl­breytt og spenn­andi ferðaviðtöl á ferðavef mbl.is. Viðmæl­end­urn­ir voru stadd­ir víðsveg­ar um heim­inn, en það er þó einn áfangastaður sem les­end­ur virðast hafa mest­an áhuga á – Teneri­fe.

Hulda Ósmann flúði kuld­ann til Teneri­fe

Um það leyti sem fyrstu haust­lægðir árs­ins gengu yfir landið birt­ist viðtal við Huldu Ósmann sem vakti hve mesta lukku meðal les­enda ferðavefs mbl.is á ár­inu 2023. Hulda og eig­inmaður henn­ar, Jón Ósmann, fluttu með fjöl­skyld­una til Teneri­fe á Spáni eft­ir storma­sam­an vet­ur árið 2018 og hafa komið sér afar vel fyr­ir í sól­inni.

Snæfríður Inga­dótt­ir keypti hús á Teneri­fe

Það vakti einnig mikla at­hygli les­enda þegar rit­höf­und­ur­inn og blaðamaður­inn Snæfríður Inga­dótt­ir greindi frá því í viðtali á ferðavef mbl.is að hún hefði festi kaup á húsi á Teneri­fe og hyggðist gera það upp.

Saga Garðars­dótt­ir eyddi sjö vik­um í Mexí­kó

Les­end­ur höfðu mik­inn áhuga á að for­vitn­ast meira um sjö vikna ferðalag um Mexí­kó sem Saga Garðars­dótt­ir, leik­kona, uppist­and­ari og hand­rits­höf­und­ur, fór í ásamt eig­in­manni sín­um Snorra Helga­syni og dótt­ur þeirra.

Sara-Yvonne Ingþórs­dótt­ir upp­lifði langþráðan draum

Viðtal við kenn­ar­ann og barna­bóka­höf­und­inn Söru-Yvonne Ingþórs­dótt­ur vakti einnig lukku á ár­inu, en hún sagði frá æv­in­týra­legri ferð sinni til Frönsku Pó­lý­nes­íu sem hana hafði dreymt um frá ár­inu 2009.

Pálmi Freyr Hauks­son fór í hug­leiðslu­búðir á Teneri­fe

Les­end­ur höfðu einnig mik­inn áhuga á 10 daga hug­leiðslu­búðum sem leik­ar­inn og hand­rits­höf­und­ur­inn Pálmi Freyr Hauks­son fór í á Bretlandi, en eft­ir að hafa lokið við hug­leiðslu­búðirn­ar fór hann einn til Teneri­fe.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert