Flugfreyjufréttirnar sem slógu í gegn á árinu

Þetta eru mest lesnu flugfreyjufréttirnar á ferðavef mbl.is árið 2023!
Þetta eru mest lesnu flugfreyjufréttirnar á ferðavef mbl.is árið 2023! Samsett mynd

Flug­freyj­ur eru mikl­ir sér­fræðing­ar þegar kem­ur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flug­vél. Reglu­lega birta þær góð ráð fyr­ir ferðalanga, en eft­ir­far­andi fimm flug­freyju­frétt­ir vöktu mesta lukku á ferðavef mbl.is árið 2023.

Það sem flug­freyj­ur borða og drekka ekki

Listi yfir það sem flug­freyj­ur borða og drekka ekki í háloft­un­um vakti hve mesta at­hygli les­enda ferðavefs mbl.is árið 2023. Hér var þrennt nefnt sem boðið er upp á um borð í flest­um flug­vél­um sem flug­freyj­ur forðast.

Dón­ar um borð

Flug­freyj­ur lenda í ýms­um uppá­kom­um í háloft­un­um, en það voru marg­ir for­vitn­ir að vita hvað væri það dóna­leg­asta sem flug­freyj­ur hafa lent í.

Mis­tök farþega

Les­end­ur ferðavefs mbl.is höfðu einnig mik­inn áhuga á að vita hvaða al­gengu mis­tök farþegar gera sem pirra flug­freyj­ur hve mest.

Æfing ís­lensku flug­freyj­unn­ar í stoppi

Flug­freyj­an og þjálf­ar­inn Sara Davíðsdótt­ir deildi skot­heldri æf­ingu sem auðvelt er að taka á ferðalagi eða í stoppi. Æfing­in vakti mikla lukku meðal les­enda.

Fjöl­skyld­u­stund hjá Icelanda­ir

Í sept­em­ber birti Icelanda­ir færslu á Face­book-síðu sinni þar sem þau fögnuðu ís­lenskri fjöl­skyldu sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu. Feðgin­in Al­dís Lilja Örn­ólfs­dótt­ir og Örn­ólf­ur Jóns­son starfa bæði sem flug­menn hjá Icelanda­ir á meðan Sigrún Hild­ur Kristjáns­dótt­ir, móðir Al­dís­ar og eig­in­kona Örn­ólfs, starfar sem flug­freyja hjá fyr­ir­tæk­inu. Þá er eig­inmaður Al­dís­ar einnig flugmaður á meðan bróðir henn­ar er að læra að verða flug­um­ferðastjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert