Talandi hrafn í Hvammssveit vekur athygli á TikTok

Rebecca og Krummi.
Rebecca og Krummi. Ljósmynd/Ágúst Elí Ágústsson

Hrafn­inn Krummi hef­ur vakið at­hygli á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok eft­ir að Re­becca Cat­hrine Kaad Osten­feld, bóndi í Hól­um í Hvamms­sveit í Döl­un­um, birti mynd­band af hon­um að tala. 

Í mynd­band­inu seg­ir Re­becca frá því að Krummi hafi verið hjá fjöl­skyld­unni í rúm­lega átta ár, en hann kom til þeirra eft­ir að hafa lent í slysi. Þá út­skýr­ir hún einnig að hann geti ekki flogið og muni ekki geta flogið. 

„Þegar hann var tveggja ára byrjaði hann að tala ís­lensku af því já, hann er snjall fugl. Svo við skul­um heilsa upp á Krumma,“ seg­ir hún og byrj­ar svo að spjalla við Krumma.

Fjöl­hæf Net­flix-stjarna

Re­becca rek­ur dýrag­arð sem er eins kon­ar dýra­at­hvarf ásamt fjöl­skyldu sinni, en í sam­tali við Morg­un­blaðið árið 2021 sagði hún frá því að Krummi hafi lært að tala af sjálfs­dáðum. 

„Hann er al­veg ótrú­leg­ur, hann kann að segja hæ, mamma, ha hvað, Baltas­ar, já og nei. Stund­um tal­ar hann líka al­veg eins og út­varp,“ sagði Re­becca í viðtal­inu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Krummi vek­ur at­hygli, en hann birt­ist í sjón­varpsþátt­un­um Kötlu á Net­flix.

Re­becca seg­ir hrafn­inn að sjálf­sögðu hafa fengið að fylgj­ast með þegar þætt­irn­ir voru frum­sýnd­ir í sjón­varp­inu og að það hafi komið fjöl­skyld­unni á óvart hvernig hann brást við áhorf­inu.  „Þegar hann sá Ingvar tók maður eft­ir að hann þekkti hann og hann þekkti líka um­hverfið. Svo þegar mynda­vél­inni var beint að hon­um þá hrópaði hann: „Krummi!“ Hann þekkti sjálf­an sig í sjón­varp­inu, þetta var al­veg ótrú­legt,“ sagði Re­becca.

Mynd úr þáttaröðinni um Kötlu.
Mynd úr þáttaröðinni um Kötlu. Ljós­mynd/​Lilja Jóns­dótt­ir/​Net­flix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert