5 bestu norðurljósastaðirnir á Íslandi

Þetta eru fimm vinsælustu norðurljósastaðirnir á Íslandi.
Þetta eru fimm vinsælustu norðurljósastaðirnir á Íslandi. Ljósmynd/Unsplash/Daniel Mirlea

Fjöldi er­lendra ferðamanna leggja leið sína til Íslands á ári hverju í von um að líta norður­ljós­in aug­um. Besti tím­inn til norður­ljósa­áhorfs er frá sept­em­ber og fram í miðjan apríl á milli klukk­an 21:00 og 02:00, og þá sér­stak­lega um miðnætti. 

Sam­kvæmt Vís­inda­vefn­um er hægt að sjá norður­ljós hvar sem er á Íslandi ef svo­kallaður norður­ljósakragi er yfir land­inu, him­in­inn er heiðskýr og myrk­ur er úti. Fyr­ir besta sjón­arspilið er mælt með því að fara út fyr­ir ljós­meng­un­ina á höfuðborg­ar­svæðinu, en hvaða staðir ætli þyki þeir bestu til norður­ljósa­áhorfs?

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm staði á Íslandi sem eru sér­lega vin­sæl­ir meðal ferðalanga í leit að norður­ljós­um. Þeir eiga það all­ir sam­eig­in­legt að bjóða upp á magnað lands­lag og litla ljós­meng­un sem ger­ir sjón­arspilið enn flott­ara. 

Skóga­foss

Skógarfoss er vinsæll staður fyrir norðurljósaáhorf, enda mikil náttúruperla.
Skóg­ar­foss er vin­sæll staður fyr­ir norður­ljósa­áhorf, enda mik­il nátt­úruperla. Ljós­mynd/​Unsplash/​Balazs Busznyak

Jök­uls­ár­lón

Ótrúlegt sjónarspil myndast við Jökulsárlón þegar töfrandi norðurljósin speglast í …
Ótrú­legt sjón­arspil mynd­ast við Jök­uls­ár­lón þegar töfr­andi norður­ljós­in spegl­ast í lón­inu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Jos­hua Earle

Kirkju­fell

Það er vinsælt að taka myndir af Kirkjufelli, en það …
Það er vin­sælt að taka mynd­ir af Kirkju­felli, en það þykir eft­ir­sókna­vert að verða vitni af því þegar norður­ljós­in dansa yfir tindi fells­ins. Ljós­mynd/​Unsplash/​Jos­hua Earle

Þing­vell­ir

Á Þingvöllum er lítil ljósmengun sem gerir það að fullkomnum …
Á Þing­völl­um er lít­il ljós­meng­un sem ger­ir það að full­komn­um stað til norður­ljósa­áhorfs. Ljós­mynd/​Unsplash/​Kym Ell­is

Reyn­is­fjara

Reynisfjara við Vík þykir sérlega spennandi staður til að njóta …
Reyn­is­fjara við Vík þykir sér­lega spenn­andi staður til að njóta norður­ljós­anna. Ljós­mynd/​Unsplash/​Chris Ried
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert