Stærsta skemmtiferðaskipi heims siglt úr höfn

Icon of the Seas.
Icon of the Seas. Samsett mynd

Nýja lúx­us­skip Royal Caribb­e­an og stærsta skemmti­ferðaskip heims, Icon of the Seas, lagði af stað í sína jóm­frú­ar­ferð frá Miami hinn 27. janú­ar síðastliðinn.

Liðsmenn People fengu að hoppa um borð áður en skipið lagði úr höfn og fengu blaðamenn að verja nokkr­um dög­um í að kynna sér göt­ur og ganga, en skemmti­ferðaskipið er byggt upp eins og lít­il borg með átta mis­mun­andi hverf­um.

Á Icon of the Seas er að finna lit­ríka vatnag­arða, leik­hús, spila­víti, veit­inga- og skemmti­staði og margt fleira, en 20 þilför eru á skip­inu og get­ur það siglt með hátt í 8.000 manns í einu. Skipið er fimm sinn­um stærra en eitt þekkt­asta skip sög­unn­ar, Tit­anic.

Ein vika um borð með öllu inni­földu get­ur kostað skild­ing­inn, en áætlaður ferðakostnaður get­ur kostað allt frá 500.000 krón­um upp í 13 millj­ón­ir ís­lenskra króna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert