Magga Pála í ævintýraför á Suðurpólnum

Margrét Pála er stödd í heimsreisu.
Margrét Pála er stödd í heimsreisu. Samsett mynd

Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Magga Pála, leik­skóla­kenn­ari og höf­und­ur Hjalla­stefn­unn­ar, er mik­il æv­in­týra­kona og elsk­ar að eyða tíma úti í nátt­úr­unni. Hún hef­ur verið á helj­ar­inn­ar ferðalagi síðustu vik­ur, en und­ir lok síðasta árs lagði hún af stað í heims­reisu og er nú stödd á Suður­póln­um ásamt stór­um hópi fólks. Þau sigla um borð í Le Comm­andand Charcot. 

Magga Pála hef­ur verið dug­leg að birta magnaðar mynd­ir og færsl­ur á In­sta­gram sem sýna lífið á Suður­póln­um, en hún hef­ur meðal ann­ars heilsað upp á mörgæs­ir og seli og dáðst af þessu ólýs­an­lega um­hverfi sem um­vef­ur hana alla daga. 

„Þá er það skýrsla tveggja daga þar sem veður og vind­ar hafa skemmt sér ágæt­lega. Hluti þilfars aðgengi­leg­ur og ég mis­munaði mér út um einu, opnu dyrn­ar og umfaðmaði rokið. Stímdi svo fram í stefnið og rokið og - fékk brimgus­urn­ar yfir mig; koll af kolli nema þær höfðu aðeins minn eina koll til að taka á móti ósköp­un­um. Sjáv­ar­dríf­an var eins og vegg­ur fyr­ir fram­an mig, út­sýni ekk­ert og ég orðin hold­vot þegar ég komst fyr­ir hornið og í var. Eng­inn á ferðinni þannig að ég gat sopið hvelj­ur, flissað og hrist mig eins og hund­ur af sundi dreg­in. Í friði fyr­ir öllu nema fyr­ir höfuðskepn­un­um. Hví­lík gleðiæf­ing og kátínu­kvak sem fylg­ir fjöri lífs­ins. En - verið ró­legt um borð og sam­veru­rým­in tóm­leg, starfs­fólk dund­ar sér við lít­il­ræði eins og að flytja flygil og sópa upp upp mat og disk­um og al­menn­um máltíðaram­boðum sem hafa farið á flug. Þeim fell­ur vart verk úr hendi hvernig sem ver­öld­in velk­ist. Svo er okk­ur skemmt með fyr­ir­lestr­um, tveir að baki og einn framund­an framund­an. Þetta er lífið, elsku fólk,“ seg­ir Magga Pála á Face­book-síðu sinni. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert