5 dýrustu íslensku eignirnar á Airbnb

Á listanum eru stórglæsilegar eignir sem hægt er að leigja …
Á listanum eru stórglæsilegar eignir sem hægt er að leigja út á bókunarvef Airbnb! Samsett mynd

Á bók­un­ar­vef Airbnb má finna fjölda spenn­andi eigna til út­leigu um allt land. Eign­irn­ar eru í ýms­um stærðum og gerðum með mis­mun­andi verðmiða. 

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm dýr­ustu eign­irn­ar sem eru til út­leigu á Airbnb þessa stund­ina, en eign­irn­ar eiga það sam­eig­in­legt að vera afar glæsi­leg­ar og bjóða gest­um upp á mik­inn lúx­us. 

Efra-Nes í Borg­ar­nesi

Við bakka Þver­ár í Borg­ar­f­irði stend­ur sveita­perl­an Efra-Nes um­vaf­in töfr­andi nátt­úru. Á und­an­förn­um árum hef­ur eign­in verið gerð upp að miklu leyti og inn­réttuð í róm­an­tísk­um sveita­stíl með fal­leg­um mubl­um og sögu­rík­um mun­um sem eig­end­urn­ir hafa safnað að sér í gegn­um árin. 

Húsið er rúm­gott með fimm her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um og hent­ar því vel fyr­ir stærri hópa, fjöl­skyld­ur eða viðburði, en þar rúm­ast allt að tíu næt­ur­gest­ir hverju sinni. Hægt er að leigja Efra-Nes út á Airbnb og fyrstu vik­una í júlí kost­ar nótt­in 5.415 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur tæp­lega 753 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag. 

Efa-Nes er sjarmerandi bær sem hefur verið innréttaður í rómantískum …
Efa-Nes er sjarmer­andi bær sem hef­ur verið inn­réttaður í róm­an­tísk­um sveita­stíl. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Hvíta Vill­an í Garðabæ

Við Sunnu­flöt í Garðabæ stend­ur hin tign­ar­lega og stór­glæsi­lega Hvíta Villa sem er í eigu Hall­dórs Krist­mann­son­ar viðskipta­manns. Húsið var hannað af dönsku hönn­un­ar­stof­unni Gassa og upp­runa­lega steypt árið 2008, en það var ekki full­klárað fyrr en árið 2016. Þá eru all­ar inn­rétt­ing­ar smíðaðar af danska fram­leiðand­an­um Bof­orm og greini­legt að ekk­ert hafi verið til sparað við gerð eign­ar­inn­ar.

Húsið tel­ur heila 930 fm og stát­ar af fjór­um svefn­her­bergj­um og þrem­ur baðher­bergj­um. Það er til út­leigu á Airbnb og rúm­ar allt að sex næt­ur­gesti hverju sinni, en fyrstu vik­una í júlí kost­ar nótt­in í hús­inu 4.514 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 627 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag.

Villan er hin glæsilegasta með afar fallegu útsýni.
Vill­an er hin glæsi­leg­asta með afar fal­legu út­sýni. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Úlfljóts­skáli á Suður­landi

Ná­lægt Úlfljóts­vatni á Suður­landi stend­ur hinn glæsi­legi Úlfljóts­skáli. Í skál­an­um mæt­ast þæg­indi og lúx­us sem skapa ein­staka stemn­ingu fyr­ir gesti, en við skál­ann er glæsi­leg ver­önd með stór­um heit­um potti sem rúm­ar 12-18 manns, eld­stæði og víðáttu­miklu út­sýni yfir nátt­úru­feg­urðina í kring. 

Skál­inn stát­ar af tíu svefn­her­bergj­um og tíu baðher­bergj­um og rúm­ar allt að 16 næt­ur­gesti hverju sinni. Hann er því til­val­inn fyr­ir stærri hópa, fjöl­skyld­ur eða viðburði. Stór stæði fyr­ir allt að tíu bíla er fyr­ir utan skál­ann, en þar er einnig hægt að lenda þyrlu. 

Skál­inn er til út­leigu á Airbnb, en aðra vik­una í júlí kost­ar nótt­in 4.192 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur tæp­lega 583 þúsund krón­um á gengi dags­ins. 

Úlfljótsskáli er alvöru lúxusskáli, en þar er meira að segja …
Úlfljóts­skáli er al­vöru lúx­us­skáli, en þar er meira að segja hægt að lenda þyrlu! Ljós­mynd/​Airbnb.com

Klængs­hóll við Dal­vík

Í hjarta Trölla­skag­ans rétt utan við Dal­vík stend­ur Klængs­hóll sem sam­an­stend­ur af fjór­um sum­ar­hús­um, sveita­bæ, baðhúsi og hlöðu. Hús­in hafa verið inn­réttuð á fal­leg­an máta, en í hverju sum­ar­húsi eru tvær íbúðir og er hver íbúð til­val­in fyr­ir par eða þriggja manna fjöl­skyldu.

Í baðhús­inu er gufubað, heit­ur pott­ur og nudd­her­bergi og í hlöðunni er jóga- og afþrey­inga­her­bergi sem gest­ir geta notað. Ein­stök nátt­úra um­vef­ur eign­ina sem er í heild sinni með tíu svefn­her­bergi, átta baðher­bergi og pláss fyr­ir allt að 16 næt­ur­gesti hverju sinni. 

Hægt er að leigja sum­ar­hús­in út á Airbnb, en fyrstu vik­una í júlí kost­ar nótt­in 2.687 banda­ríkja­dali sem nem­ur tæp­um 374 þúsund krón­um ef eitt sum­ar­hús er leigt út í heild sinni. 

Klængshóll samanstendur af nokkrum húsum, þar á meðal baðhúsi með …
Klængs­hóll sam­an­stend­ur af nokkr­um hús­um, þar á meðal baðhúsi með gufubaði, heit­um potti og nudd­her­bergi. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Hóll á Sigluf­irði

Á glæsi­leg­um út­sýn­is­stað rétt fyr­ir utan Siglu­fjörð stend­ur sögu­frægi bær­inn Hóll um­vaf­inn töfr­andi nátt­úru. Mikl­ar end­ur­bæt­ur hafa átt sér stað á hús­inu sem hent­ar allskyns hóp­um, en Hóll sam­an­stend­ur af stóru aðal­húsi sem rúm­ar 27 manns og minni íbúð sem rúm­ar átta manns til viðbót­ar. Það er því rými fyr­ir allt að 35 næt­ur­gesti þar hverju sinni.

Á bak við húsið er 20 manna setu­laug sem einnig er hægt að nota sem heit­an pott með ein­stöku út­sýni yfir Siglu­fjörð. Hægt er að leigja eign­ina­út á Airbnb, en fyrstu vik­una í júlí kost­ar nótt­in 2.600 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 361 þúsund krón­um á gengi dags­ins. 

Hóll er umvafinn einstakri náttúrufegurð.
Hóll er um­vaf­inn ein­stakri nátt­úru­feg­urð. Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert