Laufey setti upp friðarmerki í París

Laufey naut sín í París.
Laufey naut sín í París. Samsett mynd

Það er mikið um að vera í lífi tón­list­ar­kon­unn­ar Lauf­eyj­ar Lín Jóns­dótt­ur um þess­ar mund­ir. Hún hef­ur verið fleygi­ferð á tón­leika­ferðalög­um síðastliðnar vik­ur og mánuði og var heiðruð á Grammy-verðlauna­hátíðinni í byrj­un fe­brú­ar fyr­ir plötu sína Bewitched. 

Lauf­ey hef­ur verið dug­leg að birta mynd­ir og mynd­skeið frá æv­in­týra­för sinni um heim­inn enda eru tæp­lega þrjár millj­ón­ir fylgj­enda sem bíða spennt­ir eft­ir nýj­um færsl­um frá tón­list­ar­kon­unni. 

Í gær­dag birti Lauf­ey myndaseríu frá stoppi sínu í Par­ís og sýndi hún fal­leg­ar mynd­ir af borg­ar­líf­inu, mat­ar­sen­unni og nokkr­um kaffi­boll­um sem hún gæddi sér á í borg­inni. Lauf­ey kom fram á upp­seld­um tón­leik­um í Le Trianon í gær­kvöldi. 

„Lauf­ey í Par­ís,“ skrifaði tón­list­ar­kon­an við færsl­una sem hef­ur þegar fengið yfir 300.000 „likes“.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert