Sjö undur veraldar vekja alltaf undrun

Ótrúlegur heimur!
Ótrúlegur heimur! Samsett mynd

Árið 2007 var til­kynnt um hin nýju sjö und­ur ver­ald­ar sem voru val­in af al­menn­ingi. Ríf­lega 100 millj­ón­ir manna tóku þátt í kosn­ing­unni, en sviss­neski æv­in­týramaður­inn Bern­ard We­ber stóð fyr­ir keppn­inni. 

Valið stóð á milli sögu­legra staða víðs veg­ar um heim, en nefnd forn­leifa­fræðinga og arki­tekta setti sam­an lista sem inni­hélt 21 „und­ur“. 

Þau sjö und­ur sem urðu fyr­ir val­inu eru: Kínamúr­inn, Inka­borg­in Machu Picchu í Perú, graf­hýsið Taj Mahal á Indlandi, Krists­stytt­an í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu, Petra, forn borg í Jórdan­íu, Maya-borg­in Chichen Itzá í Mexí­kó og hring­leika­hús skylm­ing­arþræl­anna í Róm, Co­losse­um. 

Kínamúr­inn

Kínamúr­inn var reist­ur til að verj­ast inn­rás Mong­óla. Elstu hlut­ar múrs­ins eru frá fyrstu öld­um fyr­ir Krist en mest­ur hluti múrs­ins sem stend­ur í dag er frá 15. öld. Múr­inn er á norður­landa­mær­um Kína og geng­ur í aust­ur og vest­ur. 

Kínamúr­inn er mjög vin­sæll ferðamannastaður í Kína og eitt þekkt­asta mann­virki lands­ins.

Kínamúrinn er hreint út sagt magnað mannvirki.
Kínamúr­inn er hreint út sagt magnað mann­virki. Ljós­mynd/​Williams Oli­vieri

Machu Picchu

Machu Picchu, stund­um kölluð „Týnda borg Inkanna“, var byggð um miðja 15. öld er veldi Inka stóð sem hæst. Borg­in var yf­ir­gef­in 1572 í kjöl­far spænska her­náms­ins. Machu Picchu stend­ur á fjalls­brún yfir Ur­umbamba-daln­um.

Inka­borg­in forna hef­ur lengi verið aðdrátt­ar­afl ferðamanna. 

Inkaborgin dregur árlega til sín fjölda ferðamanna.
Inka­borg­in dreg­ur ár­lega til sín fjölda ferðamanna. Ljós­mynd/​Eddie Kiszka

Taj Mahal

Taj Mahal er graf­hýsi úr hvít­um marm­ara staðsett í borg­inni Agra á Norður-Indlandi. Haf­ist var handa við bygg­ingu þess árið 1632 en það tók heil 15 ár að ljúka við verk­efnið. Graf­hýsið var reist fyr­ir stór­mó­gúl­inn Shah Jah­an til minn­ing­ar um eft­ir­læt­iseig­in­konu hans Mum­taz Mahal. 

Graf­hýsið er eitt af þekkt­ustu verk­um íslamskr­ar bygg­ing­ar­list­ar og fræg­ustu mann­virkj­um heims.

Grafhýsið er aldeilis glæsilegt.
Graf­hýsið er al­deil­is glæsi­legt. Ljós­mynd/​Jovyn Chamb

Krists­stytt­an

Krists­stytt­an, jafn­an titluð „Frels­ar­inn“, hef­ur um langt skeið verið helsta kenni­leiti Rio de Jan­eiro og Bras­il­íu.

Hún var reist á ár­un­um 1922 til 1931. Verk­fræðing­ur­inn Heitor de Silva Costa hannaði stytt­una en hún var höggv­in af fransk/​pólska mynd­höggv­ar­an­um Paul Landowski. 

Styttan er situr á toppi Corcovado-fjalls.
Stytt­an er sit­ur á toppi Corcovado-fjalls. Ljós­mynd/​Rap­hael Nogu­eira

Petra

Petra er forn borg í Jórdan­íu. Hún hef­ur hlotið viður­nefnið rós­rauða borg­in. Petra er að mestu höggv­in inn í hamra aust­an Vadi Ar­aba í S-Jórdan­íu. Petra var höfuðborg Naba­tea, ar­ab­ísks þjóðflokks.

Svæðið er ólýsanlegt.
Svæðið er ólýs­an­legt. Ljós­mynd/​Valdemaras D.

Chichen Itzá

Píra­míd­iní Chichen Itzá var byggður ein­hvern tím­ann á milli 8. og 12. ald­ar e. Krist og var musteri guðsins Kukul­k­an sem var fiðraður snák­ur. Píra­míd­inn sem er byggður í stöll­um er 30 metr­ar á hæð með muster­inu sem er á toppn­um. Á hverri af fjór­um hliðum hans er 91 þrep og efst er pall­ur. Sam­tals eru þrep­in því 365 eða eitt fyr­ir hvern dag árs­ins.

Chichen Itzá er einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður í heimi og vel þess virði að heim­sækja. 

Chichen Itzá er eitt af undrum veraldar.
Chichen Itzá er eitt af undr­um ver­ald­ar. Ljós­mynd/​Alex Aza­bache

Hring­leika­húsið

Co­losse­um, hring­leika­húsið í Róm, var reist á ár­un­um 70 til 82 e. Krist. Vinna hófst við það und­ir stjórn Vesp­así­anus­ar keis­ara en Tít­us keis­ari vígði það árið 80 með hundrað daga kapp­leikj­um. 

Hring­leika­húsið tók 50.000 manns í sæti og var notað und­ir skemmt­an­ir sem einkum fólust í bar­dög­um milli dýra, dýra og manna eða manna ein­göngu. Þar var bar­ist til dauða við fögnuð viðstaddra. 

Hring­leika­húsið í Róm var val­inn vin­sæl­asti ferðamannastaður árs­ins 2019. 

Hringaleikahúsið er vinsælt meðal ferðamanna.
Hringa­leika­húsið er vin­sælt meðal ferðamanna. Ljós­mynd/​Tomm­ao Wang
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert