Olga og Andri trúlofuð í borg ástarinnar

Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson trúlofuðu sig í París …
Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson trúlofuðu sig í París í Frakklandi! Samsett mynd

Olga Helena Ólafs­dótt­ir, ann­ar eig­andi barna­vöru­versl­an­anna Von Versl­un og Bíum Bíum, og Andri Stef­áns­son trú­lofuðu sig á dög­un­um í borg ástar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi.

Af mynd­um að dæma hafa Olga Helena og Andri notið lífs­ins til hins ýtr­asta und­an­farna daga í róm­an­tísku fríi í Par­ís. Olga Helena birti mynd af trú­lof­un­ar­hringi með fal­lega bygg­ingu í bak­grunni og skrifaði: „29.02.24.“

Eiga von á þriðja barn­inu sam­an

Olga Helena er geng­in 29 vik­ur á leið með þriðja barn þeirra Andra, en parið sagði frá því að fjöl­skyld­an væri að stækka í árs­byrj­un með fal­legri færslu á In­sta­gram. Fyr­ir eiga þau son sem er fædd­ur árið 2016 og dótt­ur sem kom í heim­inn 2019. 

Olga Helena og Andri eru ekki fyrstu Íslend­ing­arn­ir til að trú­lofa sig í borg­inni, enda ein­kenn­ist borg­in af róm­an­tík og sjarma. Á síðasta ári voru þó nokkr­ar ís­lensk­ar stjörn­ur sem fóru á skelj­arn­ar í borg­inni með góðum ár­angri, en það verður spenn­andi að sjá hvort borg­in verði jafn vin­sæl í ár.

Ferðavef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert