Olga og Andri trúlofuð í borg ástarinnar

Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson trúlofuðu sig í París …
Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson trúlofuðu sig í París í Frakklandi! Samsett mynd

Olga Helena Ólafsdóttir, annar eigandi barnavöruverslananna Von Verslun og Bíum Bíum, og Andri Stefánsson trúlofuðu sig á dögunum í borg ástarinnar, París í Frakklandi.

Af myndum að dæma hafa Olga Helena og Andri notið lífsins til hins ýtrasta undanfarna daga í rómantísku fríi í París. Olga Helena birti mynd af trúlofunarhringi með fallega byggingu í bakgrunni og skrifaði: „29.02.24.“

Eiga von á þriðja barninu saman

Olga Helena er gengin 29 vikur á leið með þriðja barn þeirra Andra, en parið sagði frá því að fjölskyldan væri að stækka í ársbyrjun með fallegri færslu á Instagram. Fyrir eiga þau son sem er fæddur árið 2016 og dóttur sem kom í heiminn 2019. 

Olga Helena og Andri eru ekki fyrstu Íslendingarnir til að trúlofa sig í borginni, enda einkennist borgin af rómantík og sjarma. Á síðasta ári voru þó nokkrar íslenskar stjörnur sem fóru á skeljarnar í borginni með góðum árangri, en það verður spennandi að sjá hvort borgin verði jafn vinsæl í ár.

Ferðavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka