Lele Pons heilluð af íslenska hestinum

Lele Pons hefur sýnt frá ferðalagi sínu á Instagram.
Lele Pons hefur sýnt frá ferðalagi sínu á Instagram. Samsett mynd

Venesú­elska sam­fé­lags­miðlastjarn­an Eleon­ora Pons, bet­ur þekkt sem Lele Pons á YouTu­be og In­sta­gram, er stödd á Íslandi um þess­ar mund­ir ásamt góðvin­um sín­um. Pons hef­ur átt æv­in­týra­lega daga hér á klak­an­um og fór meðal ann­ars í hesta­ferð með Mr. Ice­land og upp­lifði töfra Selja­lands­foss og ná­grenn­is.

Pons hef­ur verið dug­leg að birta mynd­ir og mynd­skeið frá Íslands­ferðinni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram. Mörg mynd­skeiðanna inni­halda ís­lenska hest­inn og hef­ur hún greini­lega heill­ast af dýr­inu. Pons sést á gangi um hest­hús, á hest­baki og að teyma hest. 

Samfélagsmiðlastjarnan er heilluð af íslenska hestinum.
Sam­fé­lags­miðlastjarn­an er heilluð af ís­lenska hest­in­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kynnt­ist ís­lenska næt­ur­líf­inu

Síðastliðna helgi fékk sam­fé­lags­miðlastjarn­an að kynn­ast ís­lenska næt­ur­líf­inu en hún skemmti sér drottn­ing­ar­lega á ís­lenska skemmti­staðnum Exit í Aust­ur­stræti. Þar sást til henn­ar dansa uppi á sviði staðar­ins við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Pons er vel þekkt meðal ís­lenskra ung­menna. Hún er með yfir 55 millj­ón­ir fylgj­enda á In­sta­gram. Pons varð fyrst þekkt fyr­ir grín­mynd­bönd sín á sam­fé­lags­miðlin­um Vine en færði sig síðar yfir á YouTu­be. Þá leik­ur hún í raun­veru­leikaþátt­un­um The Secret Life of Lele Pons og hef­ur einnig tekið að sér verk­efni sem söng­kona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert