EasyJet flýgur á milli Íslands og Parísar

EasyJet hefur flug á milli Íslands og Parísar en borgin …
EasyJet hefur flug á milli Íslands og Parísar en borgin er þekkt sem borg ástarinnar. AFP

Breska lággjalda­flug­fé­lagið Ea­syJet hef­ur flug á milli Íslands og Par­ís­ar í haust. Um er að ræða nýja flug­leið hjá flug­fé­lag­inu sem flýg­ur nú þegar til Íslands frá sex öðrum stöðum í Evr­ópu. Ea­syJet flýg­ur á Orly-flug­völl­inn. 

Greint er frá nýju flug­leiðinni á vef Isa­via

„Við erum virki­lega ánægð með að ea­syJet hafi ákveðið að bæta við nýj­um áfangastað frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Það seg­ir okk­ur hversu vin­sæll áfangastaður Ísland er fyr­ir ferðamenn. Við erum spennt að taka á móti gest­um ea­syJet frá Par­ís síðar á ár­inu,“ seg­ir Grét­ar Már Garðars­son, for­stöðumaður flug­fé­laga og leiðaþró­un­ar hjá Isa­via í til­kynn­ingu á vef Isa­via. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að fyrsta flugið verður 3. sept­em­ber 2024 og mun ea­syJet fljúga tvisvar sinn­um í viku í vet­ur. Auk þess flýg­ur flug­fé­lagið frá Bristol, Ed­in­borg, London Gatwick, London Lut­on, Manchester og Mílanó. 

EasyJet flýgur reglulega til Íslands og nú bætist París við.
Ea­syJet flýg­ur reglu­lega til Íslands og nú bæt­ist Par­ís við. AFP

Íslensku flug­fé­lög­in fljúga nú þegar til Par­ís­ar

Íslend­ing­ar sem ætla skella sér til Par­ís­ar á næst­unni geta valið um fleiri flug­fé­lög en áður. Icelanda­ir flýg­ur á Char­les de Gaulle-flug­völl­inn. Play flýg­ur einnig til Par­ís og lend­ir einnig á flug­vell­in­um sem er kennd­ur við Char­les de Gaulle. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert