Fengu magnaða norðurljósasýningu á Flateyri

Skjáskot úr myndbandi sem lljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir birti á Instagram-síðu …
Skjáskot úr myndbandi sem lljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir birti á Instagram-síðu sinni. Samsett mynd

Ljós­mynd­ar­arn­ir Ása Stein­ars­dótt­ir og Sig­urður Bjarni Pét­urs­son voru á ferðalagi um Vest­f­irði á dög­un­um þegar þau fengu stór­kost­lega norður­ljósa­sýn­ingu. 

Ása og Sig­urður Bjarni hafa bæði verið að gera það gott í ljós­mynda- og ferðaheim­in­um, en þau eru dug­leg að deila æv­in­týra­leg­um mynd­um frá ferðalög­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum. 

Á dög­un­um voru þau á ferðalagi um Vest­f­irði, en eitt kvöldið fengu þau stór­kost­lega norður­ljósa­sýn­ingu á Flat­eyri. Þau birtu bæði efni frá kvöld­inu á sam­fé­lags­miðlum sín­um sem hef­ur vakið þó nokkra at­hygli. 

Norður­ljós­in oft best í upp­hafi og lok tíma­bils­ins

„Gær­kvöldið. Var það þess virði að bíða? Því­líka sýn­ing­in sem þetta var. Mín reynsla er sú að norður­ljósa­tíma­bilið er oft best í upp­hafi og í lok­inn. Mars er einn af síðustu góðu norður­ljósamánuðunum á Íslandi.

Þessi mánuður virðist stefna í að verða góður! Með mikið af heiðskír­um himni og mik­illi virkni. Ann­ar upp­á­haldsnorður­ljósamánuður­inn minn er sept­em­ber og októ­ber,“ skrif­ar Ása við magnað mynd­band frá kvöld­inu. 

„Því­líkt kvöld sem þetta var! Upp­lif­un sem er eins og úr öðrum heimi á ein­um af mín­um upp­á­halds­stöðum á Íslandi, Vest­fjörðum,“ skrifaði Sig­urður Bjarni svo við mynd­ir sem hann birti í „story“ á In­sta­gram-síðu sinni. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Asa Stein­ars (@asa­stein­ars)

Sigurður Bjarni náði ótrúlegum myndum af norðurljósunum.
Sig­urður Bjarni náði ótrú­leg­um mynd­um af norður­ljós­un­um. Skjá­skot/​In­sta­gram
Vestfirðirnir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Sigurði Bjarna.
Vest­f­irðirn­ir eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Sig­urði Bjarna. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert