Inga Lind mælir með Lanzarote

Inga Lind Karlsdóttir naut lífsins til hins ýtrasta á Lanzarote …
Inga Lind Karlsdóttir naut lífsins til hins ýtrasta á Lanzarote á dögunum! Samsett mynd

Inga Lind Karls­dótt­ir, fram­leiðandi og fjöl­miðlakona, virðist vera yfir sig hrif­in af æv­in­týra­eyj­unni Lanzarote. Hún er ný­kom­in heim til Íslands eft­ir að hafa átt góðar stund­ir á eyj­unni með börn­un­um sín­um. 

Inga Lind birti mynd­ir frá frí­inu á In­sta­gram-síðu sinni, en hún fór meðal ann­ars á bak á kam­eldýri, á jet-ski, í golf og á strönd­ina. „Þarf að fara aft­ur til Lanzarote. Mæli með!“ skrifaði hún við myndaröðina. 

Lanzarote er aust­asta eyja Kana­ríeyja og til­heyr­ir Las Palmas-héraði. Fal­leg nátt­úra, töfr­andi strend­ur og fjöl­skyldu­væn hót­el ein­kenna eyj­una sem er staðsett í um 140 km fjar­lægð frá strönd Afr­íku.

Frá Lanzarote til Íslands

Mæðgurn­ar fóru einnig á veit­ingastaðinn Kaori Fusi­on á Fari­o­nes-hót­el­inu og voru í skýj­un­um með kræs­ing­arn­ar sem þær fengu þar. 

„Á Lanzarote fór­um við stelp­urn­ar á al­gjör­lega meiri­hátt­ar veit­ingastað, Kaori Fusi­on á Fari­o­nes-hót­el­inu. Það var svo sann­ar­lega bæði Food and Fun þegar eig­and­inn, Victor Plan­as, var mætt­ur á Fisk­markaðinn í vik­unni til að gleðja bragðlauka gest­anna þar. Við José Car­los Esteso Lema sendi­ráðsfull­trúi og Krist­in Arna Braga­dótt­ir hjá Milli­landaráði og konsúlati Spán­ar á Íslandi skellt­um okk­ur auðvitað og vor­um í skýj­un­um. Victor er líka með veit­ingastaðinn Ken­sei á Tenerfie sem marg­ir Íslend­ing­ar þekkja,“ skrifaði hún um veit­ingastaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert