48 tímar á Menorca: Falda perla Baleareyja

Menorca er falin perla Baleareyja!
Menorca er falin perla Baleareyja! Samsett mynd

Flestir kannast við töfraeyjuna Majorka sem hefur verið vinsæl meðal Íslendinga síðustu áratugi. En hefur þú heyrt um nágrannaeyju hennar, Menorca?

Menorca er rólegasta eyjan af Baleareyjum, en hún er þekkt fyrir stórkostlegt landslag, sjarmerandi arkitektúr og afslappað andrúmsloft. Eyjan hefur notið aukinna vinsælda á undanförnum árum, en hún var nefnd sem einn af bestu áfangastöðunum í júní í ár af virtu ferðatímariti. 

Ferðavefur mbl.is tók saman leiðarvísi yfir það sem þú mátt alls ekki missa af þegar þú heimsækir Menorca. 

Að gera

Dagur á ströndinni

Menorca er þekkt fyrir einstakar og grýttar strendur og því ekki hægt að heimsækja eyjuna án þess að heimsækja einhverja af þeim. Hvort sem þú ákveður að rölta um á ströndinni, skella þér í sólbað eða fara í siglingu við ströndina þá getur þú verið viss um að dagurinn verður góður. 

Dagur á ströndinni er ómissandi partur af ferðalagi til Menorca.
Dagur á ströndinni er ómissandi partur af ferðalagi til Menorca. Ljósmynd/Unsplash/Pelayo Arbués

Kajakferð

Ein skemmtilegasta leiðin til að kanna strendur Menorca er á kajak. Slíkar ferðir hafa orðið afar vinsælar á eyjunni, enda ódýr, auðveld og afslappandi skemmtun sem gerir þér kleift að skoða strendur, falda hella og snorkla í fagurbláum sjónum. 

Kajak er skemmtileg, ódýr og auðveld leið til að kanna …
Kajak er skemmtileg, ódýr og auðveld leið til að kanna strendurnar enn betur. Ljósmynd/Unsplash/Lía

Að skoða

Cala Morell

Til að kynnast sögu eyjunnar er ómissandi að heimsækja hið svokallaða Cala Morell. Þar finnur þú leifar af talayótísku menningu eyjunnar sem blómstraði frá um 2.100 f.Kr.

Það er skemmtilegt að kanna sögu eyjunnar.
Það er skemmtilegt að kanna sögu eyjunnar. Ljósmynd/Unsplash/Pelayo Arbués

Ciutadella

Ciutadella er staðsett á vesturhluta Menorca og er ein af tveimur aðalborgum eyjunnar ásamt Maó. Þar finnur þú töfrandi byggingarstíl, fallegar verslanir og umferðarlausar götur. Svo er fullkomið að enda kvöldið á sögulegu höfn borgarinnar.

Höfnin í Ciutadella er undurfögur og hinn fullkomni staður til …
Höfnin í Ciutadella er undurfögur og hinn fullkomni staður til að njóta sólarlagsins. Ljósmynd/Unsplash/Teresa Fernández

Gisting

Amagatay Menorca

Þetta fallega hótel er draumi líkast, en inni í sjarmerandi sveitabæ frá 19. öldinni finnur þú fallega innréttuð herbergi og lúxusaðstöðu sem tikkar í öll box. Allar byggingar hótelsins eru upprunalegar en hafa verið uppgerðar á einstakan máta.

Hótelið er umvafið fallegri náttúru, töfrandi ólífutrjám og villtum blómum sem setur punktinn yfir i-ið. 

Mikill sjarmi er yfir hótelinu sem er staðsett á fallegum …
Mikill sjarmi er yfir hótelinu sem er staðsett á fallegum stað á Menorca. Ljósmynd/Booking.com
Hótelið er innréttað í sveitastíl með lúxus yfirbragði.
Hótelið er innréttað í sveitastíl með lúxus yfirbragði. Ljósmynd/Booking.com

Matur og drykkur

Vermell

Veitingastaðurinn Vermell er staðsettur á glæsihótelinu Son Vell. Staðurinn er glæsilega innréttaður og býður upp á röð rétta sem eru innblásnir af vinsælum uppskriftum frá meginlandi Spánar, Bretlands og Frakklands. 

Staður sem gleður bæði augað og bragðlaukana!
Staður sem gleður bæði augað og bragðlaukana! Ljósmynd/Vestigecollection.com

Cova d'En Xorio

Þessi bar er staðsettur í helli á Menorca með töfrandi útsýni yfir hafið og strandlengjuna. Þar er hægt að fá sér drykki og njóta sólsetursins, en eftir miðnætti breytist tónlistin úr afslappaðri tónlist yfir í klúbbatónlist sem hægt er að dansa við fram að sólarupprás. 

Það er erfitt að toppa þetta útsýni!
Það er erfitt að toppa þetta útsýni! Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert