Árbæjarsafn fagnar kváradegi

Skjáskot/Facebook

Árbæj­arsafn, staður­inn þar sem gest­ir ganga inn í fortíðina og kynn­ast sögu Reykja­vík­ur, fagn­ar fjöl­breyti­leik­an­um og held­ur upp á kvára­dag, en það er dag­ur kynseg­in fólks, sam­bæri­leg­ur konu­degi og bónda­degi.

Starfs­fólk safns­ins birti fróðlega færslu á Face­book-síðu sinni fyrr í dag þar sem það óskaði öll­um gleðilegs kvára­dags, sem er í dag.

„Dag­ur kynseg­in fólks hald­inn hátíðleg­ur“

„Í dag er fyrsti dag­ur ein­mánaðar sam­kvæmt gamla ís­lenska daga­tal­inu. Eins er kvára­dag­ur­inn, dag­ur kynseg­in fólks hald­inn hátíðleg­ur, rétt eins og fyrsti dag­ur góu er konu­dag­ur og fyrsti dag­ur þorra er bónda­dag­ur," seg­ir meðal ann­ars í færslu Árbæj­arsafns­ins. Einnig er fjallað um hug­takið kynseg­in.

„Kynseg­in er hug­tak sem nær yfir fólk sem skil­grein­ir kyn sitt utan tví­hyggju kynja­kerf­is­ins (og er því einnig trans). Sumt kynseg­in fólk er til dæm­is karl­kyns og kven­kyns, hvorki karl­kyns né kven­kyns eða skil­grein­ir ekki kyn sitt.

Mánuður­inn var sjötti mánuður árs­ins í gamla tíma­tal­inu og síðasti vetr­ar­mánuður. Aðeins fjög­ur mánaðar­heiti finn­ast í fleirri en einni heim­ild en ein­mánuður er einn þeirra, auk gor­mánaðar, þorra og góu og er elsta heim­ild­in úr Bók­ar­bót frá 12. öld og Skáld­skap­ar­mál­um Snorra Eddu frá 13. öld.“

Regn Sól­mund­ur Evu, sem er kynseg­in, á hug­mynd­ina að kvára­deg­in­um sem hald­inn er hátíðleg­ur til að fagna kynseg­in fólki. Kvára­dag­ur var fyrst hald­inn í mars 2022. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert