Þrjár kynslóðir Íslendinga sem búa í Lúxemborg

Leon Ari Ottósson á stóra fjölskyldu í Lúxemborg og ætlar …
Leon Ari Ottósson á stóra fjölskyldu í Lúxemborg og ætlar að fermast Lúxemborg. Ljósmynd/Aðsend

Leon Ari Ottós­son fermist í vor. Hann hef­ur verið í ferm­ing­ar­fræðslu hjá Sjöfn Müller Þór í Lúx­em­borg. „Ég er fædd­ur í Lúx­em­borg, afi minn og amma komu hingað fyr­ir mjög löngu, vegna þess að afi minn fékk starf hér sem flugmaður. Ég er mjög feg­inn að búa í Lúx­em­borg. Hér eru góðir skól­ar, gott fólk og al­mennt hafa all­ir það mjög gott hér,“ seg­ir Leon Ari um hvernig það er að búa í Lúx­em­borg.

Leon Ari seg­ir ekki óvenju­legt að hitta aðra ís­lenska ung­linga í ferm­ing­ar­fræðslunni þar sem stór hluti fjöl­skyldu hans býr í Lúx­em­borg. „Ég á marga ís­lenska ætt­ingja í Lúx­em­borg, frænd­systkini mín voru líka í ferm­ing­ar­búðunum og ég hitti þau oft. Það er samt gott að vita að maður er ekki eini Íslend­ing­ur­inn í Lúx­em­borg,“ seg­ir hann.

Hvað hef­ur verið skemmti­leg­ast í ferm­ing­ar­fræðslunni

„Það var margt mjög skemmti­legt en skemmti­leg­ast var alt­ar­is­gang­an og að heim­sækja lít­inn bæ sem heit­ir Monschau.“

Hvernig var í ferm­ing­ar­búðunum?

„Mér fannst mjög gam­an í ferm­ing­ar­búðunum. Við töluðum mikið um hlut­ina og feng­um að spyrja alls kon­ar spurn­inga. Við vor­um líka að vinna verk­efni en feng­um líka fullt af frí­tíma sem við gát­um notað til að vera í borðtenn­is og svo­leiðis. Al­mennt fannst mér ekk­ert leiðin­legt.“

Fermingarbörnin eiga notalega stund í fermingarbúðunum og skreyta kerti með …
Ferm­ing­ar­börn­in eiga nota­lega stund í ferm­ing­ar­búðunum og skreyta kerti með nöfn­un­um sín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ætlar þú að halda veislu?

„Ég er að spá í að halda litla ferm­ing­ar­veislu.“

Hvað lang­ar þig í í ferm­ing­ar­gjöf?

„Mig lang­ar mest í pen­inga í ferm­ing­ar­gjöf.“

Eru jafn­aldr­ar þínir úti að ferm­ast líka?

„Já, sum­ir jafn­aldr­ar mín­ir eru að ferm­ast. Og þau halda svipaðar veisl­ur og ég.“

Fermingarbörnin í fermingarbúðum.
Ferm­ing­ar­börn­in í ferm­ing­ar­búðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Flat­kök­ur með hangi­kjöti ómiss­andi en sleppa kran­sa­kök­unni

Móðir Leons Ara, Anna María Jó­hann­es­dótt­ir, seg­ir að það stefni í að veisl­an fari fram í Mósedaln­um.

„Við erum lengi búin að vera velta fyr­ir okk­ur hvort við eig­um að vera með veisl­una hér eða á Íslandi. Það þarf alltaf að ferja tölu­vert af ætt­ingj­um á hvorn staðinn. Í okk­ar til­felli þá eru systkin og frænd­systkin að ferm­ast sam­an. Eins og stend­ur þá stefn­ir lík­lega í ferm­ingu hér í Lúx­em­borg og að veisl­an verði hald­in í Móseldaln­um, sem eru okk­ar heima­hag­ar hér úti.

En við erum ekk­ert far­in að pæla eða græja skreyt­ing­ar, greiðslur eða spari­föt­in.“

Finnið þið fyr­ir því að hefðirn­ar séu öðru­vísi á Íslandi en þar sem þið búið?

„Hér í Lúx­em­borg eru lang­flest­ir kaþól­ikk­ar þannig að „comm­uni­on“ eða alt­ar­is­gang­an er gerð þegar börn­in eru níu ára. Að því leyti er ekki hægt að bera það sam­an.“

Ber veisl­an eða ferm­ing­ar­dag­ur­inn keim af siðum sem þið hafið til­einkað ykk­ur af dvöl ykk­ar er­lend­is eða verður dag­ur­inn og veisl­an mjög ís­lensk?

„Mér sýn­ist nú að ís­lensku veisl­un­ar séu al­mennt orðnar frek­ar alþjóðleg­ar. Við mun­um ör­ugg­lega líka fara pinna­mat­ar­leiðina. En hangi­kjöt og flat­kök­ur eru ómiss­andi. Hins veg­ar erum við öll sam­mála um að sleppa kran­sa­kök­unni. Okk­ur finnst franska köku­hefðin betri.“

Fagnið þið áfang­an­um með öðrum Íslend­ing­um?

„Við erum með nokkuð stóra ís­lenska fjöl­skyldu, þrjár kyn­slóðir, sem býr hér í Lúx­em­borg. Börn­in okk­ar eru því önn­ur kyn­slóðin sem fæðist hér úti. Við það bæt­ast lúx­em­borgskar, finnsk­ar og am­er­ísk­ar tengda­fjöl­skyld­ur og aðeins af vina­fólki héðan. Svo bjóðum við líka ætt­ingj­um frá Íslandi, en þar sem það kom­ast ábyggi­lega færri en vilja hend­um við kannski í gott grill í sveit­inni á Íslandi í sum­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert