Borða McDonalds í útlöndum

Emma Stone og Mark Ruffalo eru fyrir McDonalds í Ungverjalandi.
Emma Stone og Mark Ruffalo eru fyrir McDonalds í Ungverjalandi. AFP/Valerie MACON

Það er ómiss­andi að stoppa á McDon­alds þegar farið er til út­landa. Hollywood-stjörn­urn­ar Emma Stone og Mark Ruffalo eru sam­mála um mik­il­vægi þess að borða á skyndi­bitastaðnum er­lend­is. 

Ruffalo og Stone léku sam­an í Poor Things sem var tek­in upp í Ung­verjalandi. Voru þau dug­leg að fá sér McDon­alds á meðan þau voru stödd í land­inu. „McDon­alds í Ung­verjalandi er svo gott,“ seg­ir Ruffalo í skemmti­legu mynd­skeiði þar sem hann og Emma Stone fóru yfir það sem þau eiga sam­eig­in­legt. 

Náði í McDon­alds fyr­ir Stone

Ruffalo seg­ist hafa borðað McDon­alds ann­an hvern dag þegar hann var í land­inu. Hann seg­ir að regl­ur um slátrun gera það að verk­um að kjötið á McDon­alds í Ung­verjalandi sé ferskt. Hann seg­ir fransk­arn­ar einnig vera mjög góðar og er Stone sam­mála því.  

Ruffalo benti Stone á að hann hafi náð í McDon­alds fyr­ir hana. „Mér finnst eins og þú haf­ir líka náð í M&M McFl­urry fyr­ir mig,“ sagði Stone við mót­leik­ara sinn og sagðist hann hafa náð í marga slíka ísa. 

Emma Stone og Mark Ruffalo borðuðu McDonalds þegar þau léku …
Emma Stone og Mark Ruffalo borðuðu McDon­alds þegar þau léku í Poor Things. AFP/​Val­erie MACON

Borðar eins og 12 ára

Stone sagði að pönt­un­in henn­ar væri frek­ar niður­drep­andi og viður­kenn­ir hún að borða eins og 12 ára barn en hún fær sér tvo litla ham­borg­ara. „Þetta er bara kjötið og brauðið, fransk­ar. Dr. Pepp­er eða kók, fer eft­ir deg­in­um. Og svo McFl­urry,“ seg­ir Stone. 

Pönt­un Ruffalo er tölu­vert flókn­ari en hann pass­ar að fá sér ekki lauk. Ef hann borðar lauk þarf hann að leysa vind. 

Hér fyr­ir neðan má horfa á mynd­skeiðið með stjörn­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert