Með kærastanum á framandi slóðum

Ástin skín af parinu!
Ástin skín af parinu! Samsett mynd

Cross­fit-stjarn­an Sara Sig­munds­dótt­ir lét fara vel um sig í Dúbaí yfir pásk­ana. Íþrótta­kon­an var ekki ein á ferð, en henn­ar heitt­elskaði, kvik­mynda­gerðarmaður­inn og Cross­fit-íþrót­takapp­inn, Luke Ebron, var með í för.

„Ég fagna pásk­un­um á aðeins ann­an hátt í ár,“ skrifaði Sara við myndaseríu sem sýn­ir parið njóta góðra stunda á fram­andi slóðum.

Sara, ein þekkt­asta Cross­fit-stjarna í heim­in­um, greindi frá sam­bandi henn­ar og Ebron í byrj­un fe­brú­ar. Hún birti skemmti­lega færslu í til­efni af af­mæl­is­degi Ebron sem gaf einnig inn­sýn í líf pars­ins.

Ásamt ástríðu fyr­ir Cross­fit, einni vin­sæl­ustu íþrótt 21. ald­ar­inn­ar, þá deil­ir parið einnig ástríðu fyr­ir ferðalög­um og hef­ur ferðast heims­horna á milli síðastliðna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert