Eltir hótelstarfsfólk heim

Sarah Jessica Parker er áhugasöm um mat.
Sarah Jessica Parker er áhugasöm um mat. AFP/KENA BETANCUR

Leik­kon­an Sarah Jessica Par­ker legg­ur sig fram við að borða góðan mat þegar hún er stödd er­lend­is. Hún leit­ast hins veg­ar ekki endi­lega eft­ir því að borða á fín­um og dýr­um stöðum. 

Í viðtali við mat­ar­hlaðvarpið Rut­hie's Table seg­ist hún fara í ít­ar­lega rann­sókn­ar­vinnu áður en hún fer í frí til þess að upp­lifa áfangastaðinn eins og heimamaður. 

„Þú kem­ur á áfangastaðinn og þú reyn­ir að spyrja fólk og það send­ir þig á staðinn sem all­ir á hót­el­inu fara á,“ sagði Par­ker í viðtali við mat­ar­hlaðvarpið Rut­hie's Table.

Hún seg­ist reyna að spyrja fólkið í mót­tök­unni hvar það borðar. „Og það seg­ir mér það ekki af því það held­ur að okk­ur langi í fín­an mat,“ seg­ir Par­ker. „Þannig ég elti starfs­fólkið bara heim. Ég bók­staf­lega elti það heim. Og ég sé hvar það býr og sam­fé­lag þeirra og veit­ingastaðina þeirra. Og þangað fer ég. Og þar versla ég,“ seg­ir Par­ker. 

Sarah Jessica Parker er mikil áhugakona um mat.
Sarah Jessica Par­ker er mik­il áhuga­kona um mat. AFP/​Jamie McCart­hy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert