Fanney í essinu sínu á Íslendingahóteli í Austurríki

Fanney Ingvarsdóttir og fjölskylda hennar sendu páskakveðjur frá Austurríki!
Fanney Ingvarsdóttir og fjölskylda hennar sendu páskakveðjur frá Austurríki! Samsett mynd

Pásk­arn­ir voru ljúf­ir og fjör­ug­ir hjá Fann­eyju Ingvars­dótt­ur, markaðsfull­trúa hjá Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ingu, og fjöl­skyldu henn­ar. Þau hafa síðastliðna viku notið lífs­ins til hins ýtr­asta í sann­kallaðri skíðap­ara­dís í aust­ur­rísku Ölp­un­um. 

Fann­ey hef­ur verið dug­leg að deila töfr­andi mynd­um frá ferðalag­inu á In­sta­gram-síðu sinni, en hún birti meðal ann­ars myndaröð af sér ásamt unn­usta sín­um Teiti Páli Reyn­is­syni og börn­un­um þeirra tveim­ur, Kol­brúnu Önnu og Reyni Al­exi, með yf­ir­skrift­inni: „Okk­ar upp­á­halds fjöl­skyldu­frí.“

Heima­völl­ur Íslend­inga í aust­ur­rísku Ölp­un­um

Af mynd­um að dæma virðist fjöl­skyld­an hafa gist á skíðahót­el­inu Spei­ereck í bæn­um St. Michael í Langau í Aust­ur­ríki. Hót­elið er í eigu Íslend­inga sem tóku við rekstr­in­um haustið 2019 og er þekkt fyr­ir að vera heima­völl­ur Íslend­inga. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjöl­skylda Fann­eyj­ar heim­sæk­ir hót­elið. Árið 2021 vörðu þau jól­un­um þar og í skíðabrekk­un­um, en frá hót­el­inu er stutt í næstu skíðalyftu eða aðeins um sjö mín­útna ganga. 

Þá hafa fleiri fræg­ir Íslend­ing­ar notið þess að gista á hót­el­inu sem er með þrjár stjörn­ur og í 200 metra fjar­lægð frá miðbæ St. Michael. Þar má nefna áhrifa­vald­inn Birgittu Líf Björns­dótt­ur, Ragn­ar Frey Ingvars­son mat­ar­blogg­ara og Tobbu Marínós­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is. 

Fanney virðist hæstánægð með herbergið á hótelinu, en hún birti …
Fann­ey virðist hæst­ánægð með her­bergið á hót­el­inu, en hún birti mynd af því og merkti staðsetn­ing­una inn á hana. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert