48 tímar í Köben: Hönnunarparadís, sjósund og lífleg matarupplifun

Blaðamaður ferðavefs mbl.is heimsótti Kaupmannahöfn síðasta sumar.
Blaðamaður ferðavefs mbl.is heimsótti Kaupmannahöfn síðasta sumar. Samsett mynd

Það virðist ekki skipta máli hversu oft maður heim­sæk­ir Kaup­manna­höfn í Dan­mörku, hún hitt­ir alltaf beint í mark. Blaðamaður ferðavefs mbl.is skellti sér í langa helg­ar­ferð til borg­ar­inn­ar síðasta sum­ar og upp­lifði hönn­un­ar­mekkað í allri sinni dýrð. 

Kaup­manna­höfn býður upp á ótal margt spenn­andi, þar á meðal magnaða hönn­un­ar­senu sem hef­ur vakið heims­at­hygli. Marg­ir af fræg­ustu hús­gagna­hönnuðum heims koma frá Dan­mörku, en dan­ir eru sér­stak­lega flink­ir í því að hanna fal­lega og tíma­lausa stóla sem prýða ófá heim­ili. 

Eft­ir að hafa eytt nokkr­um dög­um í Kaup­manna­höfn voru nokkr­ir staðir sem stóðu upp úr og ættu að vera á dag­skrá allra sem leggja leið sína til borg­ar­inn­ar. 

Heimsókn til Kaupmannahafnar er alltaf góð hugmynd!
Heim­sókn til Kaup­manna­hafn­ar er alltaf góð hug­mynd! Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Að gera

Hjóla um borg­ina

Þú finn­ur ekki betri stað til að hjóla á en Dan­mörku, en þar er lítið sem ekk­ert af brekk­um og frá­bær­ir hjóla­stíg­ar sem gera þér kleift að kom­ast hvert sem er. Hjólið er því til­val­inn ferðamáti til að skoða borg­ina. 

Víðsvegar um borgina finnur þú hjól sem hægt er að …
Víðsveg­ar um borg­ina finn­ur þú hjól sem hægt er að leigja, enda er borg­in ein­stak­lega hjóla­væn. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Synda í Sand­kaj hav­nebad

Á sumr­in mynd­ast ljúf stemn­ing á bryggj­un­um í Kaup­manna­höfn sem fyll­ast af sólþyrstu fólki. Á sól­rík­um degi er til­valið að skella sér á ein­hverja af eft­ir­sóttu bryggj­um borg­ar­inn­ar til að njóta sól­ar­inn­ar og dýfa sér aðeins ofan í sjó­inn. 

Í Norður­höfn í Øster­bro er skemmti­leg bryggja sem kall­ast Sand­kaj Bryg­ge, en þar er hægt að sóla sig og hoppa í sjó­inn.

Á góðum sumardögum er ómissandi að sóla sig á bryggjunni …
Á góðum sum­ar­dög­um er ómiss­andi að sóla sig á bryggj­unni í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Að sjá

Nýhöfn

Það er alltaf jafn gam­an að ganga niður Nýhöfn og sér­stak­lega á fal­legm degi. Þar er líka úr­val af spenn­andi veit­inga­hús­um og nota­leg upp­lif­un að sitja úti með góðan mat á meðan sól­in sest. 

Það er vel hægt að mæla með kvöldverði á Nýhöfn.
Það er vel hægt að mæla með kvöld­verði á Nýhöfn. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Hönn­un­ar­versl­an­ir á hverju horni

Kaup­manna­höfn er sann­kallað hönn­un­ar­mekka, en þar má sjá fal­lega hönn­un á hverju horni. Það ættu all­ir að finna eitt­hvað við sitt hæfi í borg­inni, hvort sem það eru stór­ar og glæsi­leg­ar hönn­un­ar­búðir eða litl­ar sjarmer­andi búðir í hliðargöt­un­um sem heilla þig. 

Hér má sjá fallegt keramikstúdíó á fallegri hliðargötu í Vestebro.
Hér má sjá fal­legt kera­mik­stúd­íó á fal­legri hliðargötu í Veste­bro. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Gist­ing

Heill­andi heim­ili í Veste­bro

Þegar kem­ur að gist­ingu í Kaup­manna­höfn er mikið úr­val af fal­leg­um hót­el­um og heim­il­um til út­leigu. Það get­ur þó skipt sköp­um í hvaða hverfi þú gist­ir, en að þessu sinni varð fal­leg íbúð í Veste­bro fyr­ir val­inu sem hitti beint í mark. Íbúðin var inn­réttuð á sjarmer­andi máta og upp­lif­un­in eins og að vera inn­fædd­ur. 

Íbúðin var til út­leigu á bók­un­ar­vef Airbnb en virðist þó ekki vera þar inni eins og er. Hverfið kom skemmti­lega á óvart, en þar var mikið af krútt­leg­um litl­um búðum og hönn­un­ar­stúd­íó­um, sjarmer­andi kaffi­hús­um og svo tók aðeins nokkr­ar mín­út­ur að ganga í metro-ið.

Íbúðin var fallega innréttuð með máluðu timburgólfi.
Íbúðin var fal­lega inn­réttuð með máluðu timb­urgólfi. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Mat­ur og drykk­ir

And­er­sen & Maill­ard

Það er svo sann­ar­lega ekki skort­ur á góðum kaffi­hús­um og bakarí­um í Kaup­manna­höfn. Það sem stóð þó upp úr var And­er­sen & Maill­ard, en baka­ríið má finna á þrem­ur mis­mun­andi stöðum í Kaup­manna­höfn og hef­ur hver staður sinn sjarma. 

Það er til­valið að skella sér í baka­ríið sem staðsett er við Norður­höfn á leiðinni í sjó­sund, en þar finn­ur þú guðdóm­lega fal­lega hannað bakarí með ljúf­fengu bakk­elsi sem gleður bæði bragðlauk­ana og augað. 

Eins og sjá má gleður bakkelsið ekki einungis bragðlaukana heldur …
Eins og sjá má gleður bakk­elsið ekki ein­ung­is bragðlauk­ana held­ur líka augað! Ljós­mynd/​Irja Grön­dal

Ref­fen-mat­ar­markaður

Ref­fen-mat­ar­markaður­inn í Kaup­manna­höfn er eitt­hvað sem eng­inn ætti að láta fram­hjá sér fara, en þar er ekki ein­ung­is æv­in­týra­legt úr­val af mat­ar­bás­um held­ur einnig líf­leg og fjör­ug stemn­ing, lif­andi tónlist og guðdóm­legt hafnar­út­sýni. 

Á Reffen-matarmarkaðinum voru einnig litlar verslanir.
Á Ref­fen-mat­ar­markaðinum voru einnig litl­ar versl­an­ir. Ljós­mynd/​Irja Grön­dal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert