Lonely Planet fjallar um verk Gígju

Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál.
Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Á dög­un­um tók stærsti ferðabókafram­leiðandi í heimi, Lonely Pla­net, viðtal við ljós­mynd­ar­ann Gígju Ein­ars­dótt­ur þar sem meðal ann­ars er fjallað um verk henn­ar og sér­stöðu ís­lenska hests­ins. 

Gígja hef­ur á und­an­förn­um árum fangað stór­kost­leg augna­blik af ís­lenska hest­in­um á filmu sem hafa vakið heims­at­hygli.

Með eld­gosið í bak­grunni

Í viðtal­inu, sem Lonely Pla­net birti á In­sta­gram-síðu sinni, fá áhorf­end­ur að kynn­ast Gígju og starfi henn­ar sem ljós­mynd­ari. Þá er sér­stök at­hygli vak­in á mögnuðum ljós­mynd­um sem Gígja tók af tveim­ur stóðhest­um með eld­gosið við Fagra­dals­fjall í bak­grunni. 

Lonely Pla­net birti svo annað mynd­band á In­sta­gram-síðu sinni þar sem ís­lenski hest­ur­inn er kynnt­ur fyr­ir áhorf­end­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lonely Pla­net (@lonelypla­net)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lonely Pla­net (@lonelypla­net)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert