Mæla með tíu heillandi stöðum á Íslandi

Á listanum eru fallegir og spennandi staðir víðsvegar um landið.
Á listanum eru fallegir og spennandi staðir víðsvegar um landið. Samsett mynd

Eitt vin­sæl­asta ferðablogg Bret­lands, Hand Lugga­ge Only, birti á dög­un­um lista yfir tíu bestu bæ­ina á Íslandi sem þeir mæla með að ferðalang­ar heim­sæki á ferðalagi sínu um Ísland. 

Þeir Yaya Ona­laja-Aliu og Lloyd Griffiths sjá um bloggið, en þeir hafa hlotið fjölda verðlauna fyr­ir efni sitt og eru þekkt­ir fyr­ir ít­ar­leg­ar og fróðleg­ar færsl­ur og fal­leg­ar mynd­ir. 

10 bestu bæ­irn­ir á Íslandi að mati Hand Lugga­ge Only

1. Vík í Mýr­dal

Vík í Mýrdal er í efsta sæti listans, en bloggararnir …
Vík í Mýr­dal er í efsta sæti list­ans, en blogg­ar­arn­ir mæla með því að fólk stoppi í bæn­um ef það á leið um hring­veg­inn. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ju­lia Solon­ina

2. Reykja­vík

Bloggararnir viðurkenna að Reykjavík sé vissulega borg en ekki bær, …
Blogg­ar­arn­ir viður­kenna að Reykja­vík sé vissu­lega borg en ekki bær, en þeir gátu ekki sleppt því að hafa hana á list­an­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ein­ar H. Reyn­is

3. Húsa­vík

Að sögn bloggaranna er Húsavík einn af bestu stöðunum á …
Að sögn blogg­ar­anna er Húsa­vík einn af bestu stöðunum á land­inu til að sjá hvali. Ljós­mynd/​Unsplash/​Job Sa­vels­berg

4. Ak­ur­eyri

Bloggararnir viðurkenna aftur að á listanum sé borg, en þeir …
Blogg­ar­arn­ir viður­kenna aft­ur að á list­an­um sé borg, en þeir telja þó að and­rúms­loftið á Ak­ur­eyri lík­ist frek­ar bæ en borg. Ljós­mynd/​Unsplash/​Till Rott­mann

5. Seyðis­fjörður

Seyðisfjörður er í fimmta sæti listans, en bloggararnir segja að …
Seyðis­fjörður er í fimmta sæti list­ans, en blogg­ar­arn­ir segja að ferðalang­ar verði að heim­sækja bæ­inn enda bjóði hann upp á ótrú­lega feg­urð all­an árs­ins hring. Ljós­mynd/​Unsplash/​Iza­bela Kraus

6. Sel­foss

Í færslunni mæla bloggararnir með stoppi á Selfossi, enda er …
Í færsl­unni mæla blogg­ar­arn­ir með stoppi á Sel­fossi, enda er stutt þaðan að heim­sækja marg­ar af feg­urstu perl­um Íslands. Ljós­mynd/​Unsplash/​Frey­steinn G. Jons­son

7. Kefla­vík

Bloggararnir segja Keflavík vera svo miklu meira en bara flugvallabæ …
Blogg­ar­arn­ir segja Kefla­vík vera svo miklu meira en bara flug­valla­bæ og mæla með því að fólk verji smá tíma þar í stað þess að bruna beint til Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

8. Hólma­vík

Bloggararnir lýsa Hólmavík sem einum af fegurstu bæjum landsins.
Blogg­ar­arn­ir lýsa Hólma­vík sem ein­um af feg­urstu bæj­um lands­ins. mbl.is/​Sig­urður Bogi

9. Helln­ar

Hellnar er eitt af elstu sjávarþorpum landsins, en þar í …
Helln­ar er eitt af elstu sjáv­arþorp­um lands­ins, en þar í kring er ótrú­legt lands­lag sem vert er að skoða. Ljós­mynd/​Unsplash/​Misha Lev­ko

10. Eskifjörður

Í síðasta sæti listans er hinn fagri Eskifjörður.
Í síðasta sæti list­ans er hinn fagri Eskifjörður. mbl.is/​Rax

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert