Fimm magnaðar sundlaugar sem þú verður að sjá

Þú verður að sjá þessar sundlaugar!
Þú verður að sjá þessar sundlaugar! Samsett mynd

Íslend­ing­ar hafa sér­stakt dá­læti á sund­laug­um enda rík­ir mik­il sund­lauga­menn­ing hér á landi. Sund­laug­ar eru sam­komu­staður þar sem öll fjöl­skyld­an get­ur komið sam­an og notið sín.

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm guðdóm­leg­ar sund­laug­ar sem gleðja augað, en þær eiga það all­ar sam­eig­in­legt að þykja með feg­urstu sund­laug­um heims sam­kvæmt ferðatíma­riti Condé Nast Tra­vell­er.

Manon Les Suites

Á Manon Les Suites-hót­el­inu í Kaup­manna­höfn leyn­ist sann­kölluð sund­lauga­perla – inni í miðju hót­el­inu er glæsi­leg inn­isund­laug um­vaf­in suðræn­um gróðri sem skap­ar ein­staka stemn­ingu. 

Fæstir myndu giska á að þessi sundlaug væri staðsett í …
Fæst­ir myndu giska á að þessi sund­laug væri staðsett í Kaup­manna­höfn! Skjá­skot/​In­sta­gram

Grand Hotel Tremezzo

Það er erfitt að toppa sund­laug­ina við Grand Hotel Tremezzo við Como-vatn á Ítal­íu, en sund­laug­in flýt­ur á sjálfu vatn­inu og veit­ir guðdóm­legt út­sýni sem lík­ist helst mál­verki. 

Það vantar ekki upp á fegurðina hér!
Það vant­ar ekki upp á feg­urðina hér! Skjá­skot/​In­sta­gram

Miramonti Bout­ique Hotel

Þetta lúx­us skíðahót­el er staðsett í um fjög­urra kíló­metra fjar­lægð frá Mer­an 2000-skíðasvæðinu á Ítal­íu. Þar finn­ur þú óend­an­leika­sund­laug með ein­stöku út­sýni til fjalla. 

Það er ekki slæmt að enda daginn hér!
Það er ekki slæmt að enda dag­inn hér! Skjá­skot/​In­sta­gram

Hotel du Cap-Eden-Roc

Í Anti­bes í Frakklandi finn­ur þú ein­staka salt­vatns­laug í miðjum kletti úr basalt­bergi sem býður gest­um upp á guðdóm­legt út­sýni við frönsku ri­verí­una.

Sjónarspilið við sundlaugina er einstakt!
Sjón­arspilið við sund­laug­ina er ein­stakt! Skjá­skot/​In­sta­gram

The Dolli

Þetta ein­staka hót­el er staðsett í Aþenu á Grikklandi. Þar finn­ur þú þakver­önd með glæsi­legri sund­laug sem borg­in spegl­ast í.

Útsýnið gerist varla betra!
Útsýnið ger­ist varla betra! Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert