„Óskiljanlegt hvernig þetta var byggt“

Þórhallur Heimisson er staddur í Bútan þar sem hann hefur …
Þórhallur Heimisson er staddur í Bútan þar sem hann hefur heimsótt stórfenglegar slóðir.

Þór­hall­ur Heim­is­son, prest­ur og leiðsögumaður, er á ferðalagi í Bút­an. Hann seg­ir landið hafa breyst gíf­ur­lega mikið síðan hann kom þangað síðast fyr­ir átta árum en feg­urðin er enn sú sama. 

Þór­hall­ur er er leiðsögumaður í ferð um Bút­an og Nepal á veg­um ferðaskrif­stof­unn­ar, Kol­umbus. Sig­urður K. Kol­beins­son far­ar­stjóri stýr­ir ferðinni með hon­um. 

„Ég kom síðast 2016. Það hef­ur orðið mik­il upp­bygg­ing á innviðum, all­ir veg­ir voru til dæm­is mal­ar­veg­ir en eru nú mal­bikaðir. Einnig er upp­bygg­ing í hús­næðis­geir­an­um, virkj­un­um og fleiru og mik­ill hug­ur í fólki,“ seg­ir Þór­hall­ur þegar hann er spurður að því hvernig landið hef­ur breyst síðan hann kom þangað síðast. 

Þórhallur Heimisson tók þessa mynd þegar hann gekk upp í …
Þór­hall­ur Heim­is­son tók þessa mynd þegar hann gekk upp í Tiger's Nest í vik­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Einn helsti ferðamannastaður­inn í Bút­an er Tiger's Nest en þangað fór Þór­hall­ur í annað sinn í vik­unni. Gang­an er ekki fyr­ir loft­hræddra. 

„Þetta eru fjög­ur búdda­hof í grunn­inn frá miðöld­um, gríðarlega skreytt, og klaust­ur sem enn starfar. Þetta er eins kon­ar þjóðar­helgi­dóm­ur Búta. Klaustr­in eru í 3.100 metra hæð og hanga utan í ókleif­um kletti. Það er 900 metra hækk­un þangað upp þröng­an stíg frá und­ir­lend­inu. Feg­urðin er engu lík og óskilj­an­legt hvernig þetta var byggt.“

Hluti af stígnum upp í klettinn. Gangan var ekki fyrir …
Hluti af stígn­um upp í klett­inn. Gang­an var ekki fyr­ir loft­hrædda. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér standa upp úr þegar Bút­an er heim­sótt?

„Feg­urðin, fjöll­in, Himalaja, góðar mót­tök­ur og kyrrðin. Hér búa bara 730 þúsund manns og aðeins 23 þúsund túrist­ar fá að koma hingað á ári. Allt er tand­ur­hreint og all­ir skyldug­ir að ganga í þjóðbún­ingi í skóla og vinnu. Ynd­is­legt land.“

Börn í skólabúningi.
Börn í skóla­bún­ingi. Ljós­mynd/​Aðsend

Ertu dug­leg­ur að kynna þér trú­ar­brögð þegar þú ferð á fram­andi slóðir eins og Bút­an?

„Já, það geri ég alltaf og und­ir­bý mig eins vel og ég get.“

Búddamunkar urðu á vegi Þórhalls.
Búdda­munk­ar urðu á vegi Þór­halls. Ljós­mynd/​Aðsend
Eitt stærsta búddalíkneski í heimi í höfuðborginni Timfu.
Eitt stærsta búddalíkn­eski í heimi í höfuðborg­inni Timfu. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru fleiri spenn­andi ferðalög á döf­inni?

„Já, ég er að fara í sex ferðir til Róm­ar í ár, á inn­rás­ar­slóðir í Normandí í ág­úst og til Suður-Am­er­íku eft­ir ára­mót ef að lík­um læt­ur,“ seg­ir Þór­hall­ur sem hef­ur nóg fyr­ir stafni. 

Musterið í fjarska.
Musterið í fjarska. Ljós­mynd/​Aðsend
Tindur Everest en flogið er fram hjá honum áleiðs til …
Tind­ur Ev­erest en flogið er fram hjá hon­um áleiðs til Bút­an frá Nepal. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert