„Þekktu Doctor Victor frá litla Íslandi“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:06
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:06
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, hef­ur verið að gera það gott í Kína sem tón­list­armaður. Í lok vik­unn­ar birti stærsta sjón­varps­stöðin í Kína inns­lög þar sem fylgst var með Victori í Kína.

Victor, eða Doctor Victor eins og hann kall­ar sig í tón­list­ar­heim­in­um, seg­ir nokkr­ar ástæður fyr­ir vel­gengni sinni í Kína. 

„Það sem ég hef heyrt er að þau hafa mjög gam­an af skandi­nav­íska stíln­um í tón­list­inni minni og sér­stak­lega hvernig ég blanda kín­versk­um „element­um“ við mína tónlist. Fyrsta verk­efnið sem ég gerði var ein­mitt þema­lag fyr­ir Vetr­arólymp­íu­leik­ana í Pek­ing 2022 og þá vann ég með kín­versk­um tón­list­ar­mönn­um og blandaði okk­ar stíl­um sam­an. Seinna verk­efnið sem ég tók þátt í var að gera þema­lag fyr­ir geim­ferðaáætl­un Kína. Þar vann ég tónlist með frá­bærri kín­verskri söng­konu sem heit­ir Ner­issa Wang og ein­um þekkt­asta guzheng hljóðfæra­leik­ara Kína, henni Lucy Luan, en guzheng er kín­verskt hljóðfæri með sér­stak­an hljóm. Ég hef mjög gam­an að því að vinna með mis­mun­andi tón­listar­fólki um all­an heim og ég held að fólki finn­ist líka mjög gam­an að heyra blöndu af tón­list­ar­stefn­um.“

Tónlist Victors rataði í út­varp í Kína og út frá því var hann beðinn um að semja lög fyr­ir stór til­efni í land­inu. 

„Run­ólf­ur Odd­son, ræðismaður og umboðsmaður Jessenius Faculty of Medic­ine lækna­skól­ans í Slóvakíu, þekk­ir vel til í Kína og hef­ur verið þar oft. Hann hafði kynnt tónlist mína fyr­ir ein­um vin­sæl­asta út­varps­manni í Kína sem er góður vin­ur hans. Í fram­haldi af því var tónlist mín kom­in í reglu­lega spil­un í út­varpi þar úti og mik­ill áhugi að fá mig í heim­sókn. Þetta leiddi til þess að þau höfðu sam­band við Run­ólf um að fá mig í að taka þátt í að gera þema­lag fyr­ir Vetr­arólymp­íu­leik­ana í Pek­ing 2022 og seinna verk­efnið tengt geim­ferðaráætl­un­um í Kína. Þema­lagið fyr­ir Vetr­arólymp­íu­leik­ana sló í gegn og fékk yfir 900 millj­ón­ir spil­ana á ýms­um miðlum og þema­lagið fyr­ir geim­ferðaráætl­un Kína vakti líka mikla lukku. Þetta opn­ar nýj­ar vídd­ir og það er mjög áhuga­vert að vinna með tón­listar­fólki frá öðrum lönd­um og sér­stak­lega frá Kína með öll­um þeirra áhuga­verðu hljóðfær­um og topp­tón­listar­fólki.“ 

Victor í Kína. Hann hefur komið þangað nokkrum sinnum í …
Victor í Kína. Hann hef­ur komið þangað nokkr­um sinn­um í tengsl­um við tón­list­ar­verk­efni. Ljós­mynd/​Aðsend

Heiður að fara í viðtöl á stærstu sjón­varps­stöð í Kína

Ertu orðinn fræg­ur í Kína?

„Ég segi það nú ekki, en ég hafði mjög gam­an að því þegar flug­freyj­ur í Air China á leiðinni til Pek­ing stoppuðu mig til að fá mynd – þekktu Doctor Victor frá litla Íslandi. Ég fékk ann­ars frá­bær­ar mót­tök­ur þegar ég kom út og það var mik­ill heiður að fá boð um að koma í viðtöl á China Global Televisi­on Network (CGTN) sem er stærsta sjón­varps­stöðin í Kína og í raun­inni smá súr­realísk upp­lif­un, en ég hitti fullt af frá­bæru fólki sem ég er í góðu sam­bandi við og stefni á að fara meira út til Kína,“ seg­ir Victor.  

Tekin voru viðtöl við Victor síðast þegar hann fór til …
Tek­in voru viðtöl við Victor síðast þegar hann fór til Kína sem sýnd voru í kín­versku sjón­varpi í vik­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er tæpt ár síðan þema­lagið tengt geim­ferðadeg­in­um í Kína kom út og viðtöl­in sem voru tek­in þegar mér var boðið út í nóv­em­ber á síðasta ári koma út núna í til­efni af árs af­mæli,“ seg­ir Victor spurður út í viðtöl­in sem komu út í vik­unni. 

„Eitt viðtalið fylg­ist með því þegar ég fékk að prófa að gera við postu­lín, sem er alda­göm­ul hefð hjá Kín­verj­um og var merki­leg upp­lif­un. En hitt viðtalið var svo tekið upp þegar mér var boðið í heim­sókn í Beij­ing Contemporary Music Aca­demy, en þar hitti ég hóp­inn á bakvið geim­ferðaáætl­un og var svo með kynn­ingu fyr­ir skól­ann um tón­list­ina mína, lækn­is­fræði, heilsu og Ísland.“  

Pek­ing er frá­bær

Hvernig kanntu við þig í Kína?

„Ég kann mjög vel við mig í Kína. Þetta er mjög spenn­andi og fram­andi staður, frá­bær mat­ur og gott fólk. Þetta er að sjálf­sögðu risa­stórt land, svo ég á eft­ir að heim­sækja fullt af stöðum, en Pek­ing var frá­bær. Ég kynnt­ist mikið af tón­listar­fólki og lista­mönn­um á ferð minni um Kína, en maður finn­ur fyr­ir mik­illi vin­semd að vera frá Íslandi eða „Bing Dao“ eins og Kín­verj­arn­ir kalla það. Það var mik­ill heiður að fá að heim­sækja CGTN sem er stærsta fjöl­miðlastöð í Kína. Ég heim­sótti líka þjóðminja­safn Kína sem var mjög áhuga­vert, fór á tón­leika og prófaði ýms­an mat, en kín­versk­ur mat­ur í Kína er magnaður.“

Victor stefnir á að halda áfram að vinna áfram með …
Victor stefn­ir á að halda áfram að vinna áfram með kín­versku lista­fólki. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru fleiri spenn­andi verk­efni tengd Kína í far­vatn­inu?

„Það eru mjög spenn­andi verk­efni framund­an og það er mik­ill áhugi frá þeim að tengja sam­an þessa tvo heima - tónlist og menn­ingu. En það er von á heim­sókn frá frá­bæru tón­listar­fólki frá Kína til Íslands bráðlega sem ég er að vinna með og þau hafa rætt það að bóka mig á tón­list­ar­hátíðir þar úti. Kín­verj­ar hafa mik­inn áhuga á Íslandi og sögu okk­ar, og finnst mjög spenn­andi að koma til Íslands, en ég mæli einnig mikið með að fólk kíki til Kína því það er væg­ast sagt magnað land,“ seg­ir Victor. 

Fyr­ir utan verk­efni tengd Kína er nóg að gera hjá lækn­in­um og tón­list­ar­mann­in­um. Hann er að spila mikið og er með út­varpsþátt­inn Doctor Recomm­ended á FM957 einu sinni í mánuði. „En fyr­ir utan tón­list­ina þá er ég að vinna í nýj­um og spenn­andi hlut­um í lækn­is­fræðinni þar sem ég hef brenn­andi áhuga á að fyr­ir­byggj­andi lækn­is­fræði og að létta álagið í heil­brigðis­kerf­inu. Og svo á ég von á tví­bur­um bráðlega sem verður stærsta „út­gáf­an“ mín hingað til,“ seg­ir Victor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert