Ryan og Tanja Ýr fögnuðu ástinni við Cómó-vatn

Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir hafa verið saman í …
Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir hafa verið saman í rúmlega tvö og hálft ár, en þau eru búsett í Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um athafnakonuna og áhrifavaldinn Tönju Ýr Ástþórsdóttur og kærasta hennar, Ryan Amor, sem eru um þessar mundir stödd í sólinni við hið undurfagra Cómó-vatn á Ítalíu. 

Parið flaug til borgarinnar til að fagna ástinni, en þau voru meðal gesta í brúðkaupi Andra Dagnýjarsonar, kírópraktors hjá Nordik Chiropractic, og Giorgiu Miná, fasteignasala hjá Keyes Realtors, en fasteignasalan sérhæfir sig í sölu lúxuseigna.

Síðustu daga hefur Tanja birt töfrandi myndir frá Cómó-vatni, en hún byrjaði ferðina á að skoða sig um borgina áður en hún og Ryan fóru í sitt fínasta púss fyrir brúðkaupið þar sem öllu var til tjaldað. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert