Stórkostleg villa á Vestfjörðum

Húsið hefur verið innréttað á afar fallegan máta.
Húsið hefur verið innréttað á afar fallegan máta. Samsett mynd

Á fal­leg­um út­sýn­is­stað við höfn­ina á Flat­eyri er að finna ein­staka villu á tveim­ur hæðum sem var ný­lega upp­gerð og inn­réttuð á afar sjarmer­andi máta. 

Á neðri hæðinni er bjart og opið al­rými með eld­húsi, stofu og borðstofu. Auk­in loft­hæð er í rým­inu ásamt fal­leg­um glugg­um sem setja svip sinn á rýmið. Svo virðist sem reynt hafi verið að halda í sem flesta upp­runa­lega eig­in­leika húss­ins þegar það fékk yf­ir­haln­ingu, en þar má nefna heill­andi gólf, málaðan viðarp­anil á veggj­um, hlaðinn bita og spýt­ur sem skapa þetta nota­lega yf­ir­bragð sem gleður augað. 

Í rým­inu má sjá fal­lega hús­muni í hverju horni þar sem gam­alt og nýtt mæt­ist. Í eld­hús­inu má til dæm­is sjá svarta stíl­hreina inn­rétt­ingu á móti skemmti­legri eld­hús­eyju með hrárri viðaráferð sem gef­ur rým­inu mik­inn karakt­er.

Stórir og fallegir gluggar setja svip sinn á húsið.
Stór­ir og fal­leg­ir glugg­ar setja svip sinn á húsið. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Í eldhúsinu má sjá skemmtilega áferð og liti.
Í eld­hús­inu má sjá skemmti­lega áferð og liti. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Í borðstofunni er mismunandi stólum blandað saman sem skapa notalega …
Í borðstof­unni er mis­mun­andi stól­um blandað sam­an sem skapa nota­lega stemn­ingu. Ljós­mynd/​Airbnb.com

Ljúf­ir lit­ir og fal­leg­ur efniviður

Lit­ir og áferð úr nátt­úr­unni eru í for­grunni í hús­inu þar sem djúp en nota­leg litap­all­etta ræður ríkj­um. Fag­ur­blár lit­ur á vegg­p­anill spil­ar stórt hlut­verk og set­ur tón­inn í rýmun­um, en þar má einnig sjá rauða og græna tóna. 

Á efri hæð húss­ins eru fjög­ur svefn­her­bergi og rúm­gott baðher­bergi með fal­legu baðkari og stór­um glugga sem veit­ir út­sýni til sjáv­ar og fjalla. Eign­in er til út­leigu á Airbnb og rúm­ar allt að níu næt­ur­gesti hverju sinni, en nótt­in í hús­inu í byrj­un júlí kost­ar 586 banda­ríkja­dali eða sem nem­ur rúm­um 83 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag.

Það hefur greinilega verið hugsað fyrir öllum smáatriðum í húsinu.
Það hef­ur greini­lega verið hugsað fyr­ir öll­um smá­atriðum í hús­inu. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Í stofunni setur píanóið punktinn yfir i-ið.
Í stof­unni set­ur pí­anóið punkt­inn yfir i-ið. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Fallegir húsmunir prýða eignina.
Fal­leg­ir hús­mun­ir prýða eign­ina. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Stofan er einstaklega vel heppnuð.
Stof­an er ein­stak­lega vel heppnuð. Ljós­mynd/​Airbnb.com
Hver væri ekki til í að skella sér í búbblubað …
Hver væri ekki til í að skella sér í búbblubað með út­sýni til sjáv­ar og fjalla? Ljós­mynd/​Airbnb.com
Flateyri er afar heillandi staður.
Flat­eyri er afar heill­andi staður. Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert