Bjó í Portúgal í 25 ár

Guðlaug Rún Margeirsdóttir þekkir Portúgal afar vel.
Guðlaug Rún Margeirsdóttir þekkir Portúgal afar vel. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug Rún Mar­geirs­dótt­ir þekk­ir Portúgal og Lissa­bon eins og lóf­ann á sér en þangað flutti hún fyrst árið 1981. Guðlaug ætl­ar að leiða fólk um leynd­ar­dóma Lissa­bon á léttu tveggja kvölda nám­skeiði á veg­um End­ur­mennt­un­ar í maí. Nám­skeiðið er meðal ann­ars til­valið fyr­ir fólk sem er á leiðinni til borg­ar­inn­ar.

„Ég fór fyrst til Portú­gals sem skipt­inemi á veg­um AFS, fyrst Íslend­inga en það var 1981. Eft­ir stúd­ents­próf ákvað ég að fara aft­ur og í há­skóla­nám. Þá kynnt­ist ég manni mín­um og barns­föður. Við gift­umst og þar með upp­hófst sam­felld bú­seta mín í Portúgal, sem stóð í tæp­lega 25 ár,“ seg­ir Guðlaug þegar hún er spurð út í teng­ingu sína við Portúgal. 

Hvað finnst þér heill­andi við Lissa­bon?

„Fyr­ir utan mann­lífið, fal­leg­ar bygg­ing­ar og ein­staka land­fræðilega staðsetn­ingu, þá er það ljósið og birt­an, sér­stak­lega við sól­set­ur.“

Þessi kirkja er hluti af gömlu klaustri sem heitir São …
Þessi kirkja er hluti af gömlu klaustri sem heit­ir São Vicente de Fora. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu upp­á­halds­hverfi í Lissa­bon og af hverju?

„Ég á erfitt með að velja upp­á­halds, allt er upp­á­halds á sinn hátt, en Al­fama-hverfið er ein­stakt. Það er elsta hverfi borg­ar­inn­ar og því svo dæmi­gert fyr­ir hina gömlu tíma og ein­stakt. Á árum áður var þetta eins og lítið þorp þar sem stór fjöl­skylda bjó, ennþá eim­ir af þess­ari stemmn­ingu.“

Guðalug tók þessa mynd á göngu um Lissabon en hverfið …
Guðalug tók þessa mynd á göngu um Lissa­bon en hverfið Al­fama er í miklu upp­á­haldi hjá henni. Ljós­mynd/​Aðsend

Er eitt­hvað sem kem­ur fólki á óvart þegar það fer til Portúgal?

„Fjöl­breyti­leik­inn, myndi ég halda. Þó Portúgal sé ekki stórt land, í fer­kíló­metr­um talið, þá eru venj­ur og hefði ólík­ar frá suður til norðurs.“

Hvernig eru suðrið óíkt norðrinu?

„Land­fræðileg­ar og veður­leg­ar ástæður spila þar inní. Suðrið er hlýrra, ekki eins mik­ill skóg­ur né fjöll og meira um baðstrend­ur.“

Hvað verður fólk að prófa að borða þegar það fer til Portúgal?

„Salt­fisk­rétti og salt­fiskrókett­ur eru eitt­hvað sem eng­inn ætti að láta fram hjá sér fara. Portúgal­ir eru mat­mann­eskj­ur, og að öllu jafna er mat­ur­inn góður þar. Ekki má gleyma kaff­inu, fyr­ir þá sem það kunna að meta.“

Guðlaug segir matinn í Portúgal ótrúlega góðan.
Guðlaug seg­ir mat­inn í Portúgal ótrú­lega góðan. Ljós­mynd/​Aðsend

Er menn­ing­in öðru­vísi á milli borga og lands­hluta?

„Já hún get­ur verið það og mat­ur­inn líka.“

Ert þú sjálf dug­leg að fara í rann­sókna­vinnu áður en þú ferðast?

„Já nokkuð, fer líka eft­ir því hvert ég er að fara. Þegar ég fer til Portú­gals, þá heim­sæki ég alltaf vissa staði og passa að ég prufi hitt og þetta sem bragðlauk­arn­ir hafa saknað. En svo prufa ég líka alltaf eitt­hvað nýtt, því af nógu er að taka.“

Guðlaug féll fyrir Portúgal þegar hún var skiptinemi.
Guðlaug féll fyr­ir Portúgal þegar hún var skipt­inemi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert