Ofurfyrirsæta sjóðheit í íslenskri hönnun í Frakklandi

Ofurfyrirsætan Ashley Graham birti sjóðheita myndaseríu af sér í sundbol …
Ofurfyrirsætan Ashley Graham birti sjóðheita myndaseríu af sér í sundbol eftir íslenska hönnuðinn Hildi Yeoman. Samsett mynd

Ofurfyrirsætan Ashley Graham er stödd í Cannes í Frakklandi um þessar mundir þar sem hún hefur spókað sig um í glæsilegum sundfatnaði eftir íslenskan hönnuð sem virðist vera í miklu uppáhaldi hjá henni. 

Á dögunum birti Graham sjóðheita myndaröð af sér á hótelsvölunum á Instagram-síðu sinni þar sem hún er klædd í sundbol eftir íslenska hönnuðinn Hildi Yeoman. Sundbolurinn er í mynstri sem kallar Neon Pearl og kostar 34.900 krónur. 

Heilluð af hönnun Hildar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirsætan klæðist hönnun eftir Hildi, en hún virðist vera sérlega hrifin af mynstrinu á sundbolnum. Fyrir nokkrum mánuðum klæddist hún Wave-kjól í sama mynstri þegar hún kom fram í spjallþættinum Live with Kelly and Mark

Þá hefur Graham einnig birt myndir af sér í Wave-toppi með mynstri sem kallast Blue Crystal og í Floral Denim-kjól. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka