Virt ferðatímarit fjallar um hótelið í Kerlingarfjöllum

Highland Base prýðir lista yfir bestu nýju hótelin hjá virtu …
Highland Base prýðir lista yfir bestu nýju hótelin hjá virtu erlendu ferðatímariti. Samsett mynd

Síðasta sum­ar opnaði ný og bætt aðstaða í Kerl­ing­ar­fjöll­um und­ir heit­inu High­land Base eft­ir að þar var reist nýtt veit­inga­hús, hót­el­bygg­ing, fjalla­skál­ar og baðaðstaða. Þá fengu gömlu A-hús­in, sem voru ein­kenn­andi fyr­ir svæðið, yf­ir­haln­ingu og voru færð fyr­ir neðan veg.

Hót­elið hef­ur hlotið þó nokkra at­hygli og komst á dög­un­um á lista hjá virtu er­lendu ferðatíma­riti, Condé Nast Tra­vell­er, yfir bestu nýju hót­el heims árið 2024.

„Gæti allt eins verið á tungl­inu“

„Ísland hef­ur raun­veru­lega verið „land elds og íss“ upp á síðkastið með ný­legu eld­gosi á Reykja­nesskaga sem olli tíma­bund­inni lok­un The Retrat-hót­els­ins við Bláa Lónið. Sem bet­ur fer er nýtt syst­ur­verk­efni hins sjálf­bæra fyr­ir­tæk­is, at­hvarf í óbyggðunum fyr­ir æv­in­týra­fólk allt árið um kring, 110 míl­ur – og ann­arri plán­etu – í burtu í víðáttu­miklu og að mestu frosnu lands­lagi, sem var ókannað fram á fjórða ára­tug­inn. 

High­land Base í Kerl­ing­ar­fjöll­um – víðáttu­mikið friðland af tind­um með snjósköfl­um, jökl­um, hraun­breiðum og þögn – gæti allt eins verið á tungl­inu. Að kom­ast þangað er ákveðið verk­efni. Á vet­urna, eft­ir að komið er að Skjol BaseCamp – 90 mín­út­ur á Gullna hringn­um frá Reykja­vík – get­ur það tekið tvo til fimm tíma að „fljóta“ yfir ósnert­an snjó í breytt­um of­ur­jepp­um. Hið hyrnda High­land Base ligg­ur í dal líkt og nor­ræn naum­hyggju-geim­stöð, 28 her­bergja hót­el og sex skál­ar sem eru yf­ir­gef­in mann­virki brautryðjendanna sem komu á und­an.

Skál­arn­ir, sem eru með niður­gröfn­um stof­um, glugg­um sem líkj­ast Pol­aroid-mynda­vél­um, og hang­andi „pon­sjó­um“, voru hönnuð og byggð með sjálf­bær­um viði og stein­steypu af ís­lenska fyr­ir­tæk­inu Basalt Architects, höfuðpaur­um Bláa Lóns­ins.

„Það er líka val­mögu­leiki að gista í svefn­poka í A-hús­um sem eft­ir eru af sum­arskíðaskóla frá ár­inu 1960. Afþrey­ing í fjöll­un­um fel­ur í sér göngu­skíði, snjóþrúg­ur og göngu­ferðir, auk þess að hoppa í jarðhita­böð til að sjá norður­ljós­in eft­ir kvöld­verð og brenni­vínssnaps sem hit­ar mann upp,“ er skrifað um hót­elið á list­an­um. 

Ljós­mynd/​Expedia.co.uk
Ljós­mynd/​Highland­ba­se.is
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Highland­ba­se.is
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Highland­ba­se.is
Ljós­mynd/​Highland­ba­se.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert