Mari bauð forsetanum til Tenerife

Mari Järsk bauð Guðna Th. Jóhannessyni með til Tenerife!
Mari Järsk bauð Guðna Th. Jóhannessyni með til Tenerife! Skjáskot/Instagram

Það hef­ur sann­ar­lega verið nóg um að vera hjá hlaupa­drottn­ing­unni Mari Järsk sem hreppti  fyrsta sætið í bak­g­arðshlaupi Nátt­úru­hlaupa í síðustu viku þegar hún hljóp 57 hringi eða 381 kíló­metra á 57 klukku­stund­um. 

Mari var í hópi þriggja hlaup­ara sem slógu Íslands­met í hlaup­inu, en ásamt Mari voru það Andri Guðmunds­son, sem hljóp 52 hringi, og Elísa Krist­ins­dótt­ir, sem hljóp 56 hringi. Hlaup­ar­arn­ir fengu góðar viðtök­ur þegar þau slógu Íslands­metið og var það eng­inn ann­ar en Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sem tók á móti þeim við marklín­una. 

Ljós­mynd­ari mbl.is fangaði magnað augna­blik af Mari og Guðna á filmu sem birt­ist á vefn­um.

Eft­ir hlaupið birti Mari svo sjálfs­mynd af sér og Guðna á In­sta­gram og sagði frá því að hún hafi boðið hon­um með til Teneri­fe, en það sé hins veg­ar svo mikið að gera hjá for­set­an­um um þess­ar mund­ir að hann hafi því miður ekki getað komið með. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

Ljósmyndari mbl.is festi fallegt augnablik á filmu þegar Guðni Th. …
Ljós­mynd­ari mbl.is festi fal­legt augna­blik á filmu þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, tók á móti hlaup­ur­un­um í Öskju­hlíð er þeir settu nýtt Íslands­met. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert