Beint flug hafið milli Calgary og Íslands

Keflavíkurflugvöllur bauð kanadíska flugfélagið WestJet velkomið í flugvallarsamfélagið á vellinum.
Keflavíkurflugvöllur bauð kanadíska flugfélagið WestJet velkomið í flugvallarsamfélagið á vellinum.

Það var tekið vel á móti kanadíska flug­fé­lag­inu WestJet á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag þegar það fór í sín­ar fyrstu ferðir milli Cal­gary í Al­berta­fylki og Kefla­vík­ur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kefla­vík­ur­flug­velli. 

„Við erum af­skap­lega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýj­um bein­um áfangastað okk­ar í Evr­ópu,“ seg­ir Ang­ela Avery, fram­kvæmda­stjóri hjá WestJet, og bæt­ir við að áfangastaður­inn Ísland bjóði upp á lands­lag sem væri hríf­andi og jarðfræðilega fjöl­breytt. Þá bend­ir hún einnig á að WestJet væri eina flug­fé­lagið sem tengdi Ísland við Cal­gary. 

Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, seg­ist hlakka til sam­starfs­ins við WestJet sem yrði mik­il­væg­ur sam­starfsaðili flug­vall­ar­ins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætl­un­ar­flug styður við þá framtíðar­sýn okk­ar að tengja heim­inn í gegn­um Ísland.“

Fyrsta flug­inu var fagnað í morg­un og klipptu for­stjóri Isa­via og fram­kvæmda­stjóri frá WestJet á borða áður en flogið var frá Kefla­vík­ur­flug­velli.

WestJet flýgur á Boeing 737MAX vél.
WestJet flýg­ur á Boeing 737MAX vél.

„Meira en bara teng­ing milli tveggja borga“

WestJet flýg­ur á Boeing 737MAX vél milli Cal­gary og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar fjór­um sinn­um í viku fram í miðjan októ­ber næst­kom­andi.

„Þessi nýja flug­leið er meira en bara teng­ing milli tveggja borga, þetta snýst um að viður­kenna gagn­kvæma skuld­bind­ingu við alþjóðleg­ar teng­ing­ar,“ seg­ir Chris Dins­dale, for­stjóri og stjórn­ar­formaður hjá alþjóðaflug­vell­in­um í Cal­gary.

„Við á Kefla­vík­ur­flug­velli tök­um fagn­andi á móti nýj­um vin­um okk­ar hjá kanadíska flug­fé­lag­inu WestJet,“ seg­ir Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Við hlökk­um mikið til að fá fé­lagið sem nýja viðbót í flug­vall­ar­sam­fé­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli. WestJet hef­ur, með því að velja Ísland sem nýj­an áfangastað, sýnt að það hef­ur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upp­lifa það sem nátt­úr­an hef­ur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöng­um WestJet verður tekið með opn­um örm­um. Þá veit ég að Íslend­ing­ar eiga eft­ir að velja Cal­gary sem nýj­an og spenn­andi áfangstað þar sem njóta má alls sem borg­in og Al­berta­fylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterk­ur samtarfsaðili til framtíðar og mik­il­væg viðbót á Kefla­vík­ur­flug­velli.“

Í til­kynn­ingu frá WestJet kem­ur fram að fé­lagið hafi gert samn­ing við Icelanda­ir þess efn­is að farþegar kanadíska flug­fé­lags­ins geti bókað sig áfram á ein­um flug­miða frá Cal­gary í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl áfram til áfangastaða Icelanda­ir í Evr­ópu. Það sama sé í boði fyr­ir farþega sem fljúgi frá Kefla­vík til Cal­gary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert