Klifu einn svakalegasta tind á Íslandi

Fjallagarparnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Ales Cesen klifu á topp …
Fjallagarparnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Ales Cesen klifu á topp Hraundranga í Öxnadal á dögunum. Samsett mynd

Fjallagarparnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Ales Cesan klifu á dögunum á topp Hraundranga í Öxnadal og birtu mögnuð myndskeið frá ferðinni á Instagram-síðum sínum.

„Það var ekki of einmanalegt á þessum toppi ... Þetta er Drangi, goðsagnakenndur tindur á Norðurlandi, ég fór þangað upp með vini mínum Ales Cesen sem leiddi klifrið. Mér leið frekar eins og þetta væri garðyrkja en klifur en þetta var mjög skemmtileg reynsla,“ skrifaði Sigurður við eitt myndbandið.

Var lengi talinn ókleifur

Hraundrangi er fjallstindur á Drangafjalli sem blasir við þegar ekið er um hringveginn í Öxnadal. Tindurinn er í 1.075 metra hæð yfir sjávarmáli og var lengi talinn ókleifur, en um hann spunnust ýmsar þjóðsögur – þar á meðal að uppi á tindinum væri kista full af gulli sem þeim myndi hlotnast sem væri fyrstur til að klífa Hraundranga. 

Þann 5. ágúst 1956 var tindurinn klifinn í fyrsta sinn, en það voru þeir Finnur Eyjólfsson, Sigurður Waage og Nicholas Clinch sem voru fyrstir til að toppa tindinn en þeirra beið þó hvorki kista né gull á toppnum. 

Síðan þá hafa þó nokkrir klifið tindinn sem er frægur fyrir lögun sína, en hann er gífurlega oddhvass og afar lítill flötur efst til að standa á. 

Hraundrangi er fjallstindur á Drangafjalli, en hann blasir við þegar …
Hraundrangi er fjallstindur á Drangafjalli, en hann blasir við þegar ekið er um hringveginn í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu. Ljósmynd/Wikipedia.org
View this post on Instagram

A post shared by Ales Cesen (@alescesen)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert