Klifu einn svakalegasta tind á Íslandi

Fjallagarparnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Ales Cesen klifu á topp …
Fjallagarparnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Ales Cesen klifu á topp Hraundranga í Öxnadal á dögunum. Samsett mynd

Fjallagarp­arn­ir Sig­urður Bjarni Sveins­son og Ales Ces­an klifu á dög­un­um á topp Hraun­dranga í Öxna­dal og birtu mögnuð mynd­skeið frá ferðinni á In­sta­gram-síðum sín­um.

„Það var ekki of ein­mana­legt á þess­um toppi ... Þetta er Drangi, goðsagna­kennd­ur tind­ur á Norður­landi, ég fór þangað upp með vini mín­um Ales Cesen sem leiddi klifrið. Mér leið frek­ar eins og þetta væri garðyrkja en klif­ur en þetta var mjög skemmti­leg reynsla,“ skrifaði Sig­urður við eitt mynd­bandið.

Var lengi tal­inn ókleif­ur

Hraun­drangi er fjallstind­ur á Dranga­fjalli sem blas­ir við þegar ekið er um hring­veg­inn í Öxna­dal. Tind­ur­inn er í 1.075 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og var lengi tal­inn ókleif­ur, en um hann spunn­ust ýms­ar þjóðsög­ur – þar á meðal að uppi á tind­in­um væri kista full af gulli sem þeim myndi hlotn­ast sem væri fyrst­ur til að klífa Hraun­dranga. 

Þann 5. ág­úst 1956 var tind­ur­inn klif­inn í fyrsta sinn, en það voru þeir Finn­ur Eyj­ólfs­son, Sig­urður Waage og Nicholas Cl­inch sem voru fyrst­ir til að toppa tind­inn en þeirra beið þó hvorki kista né gull á toppn­um. 

Síðan þá hafa þó nokkr­ir klifið tind­inn sem er fræg­ur fyr­ir lög­un sína, en hann er gíf­ur­lega odd­hvass og afar lít­ill flöt­ur efst til að standa á. 

Hraundrangi er fjallstindur á Drangafjalli, en hann blasir við þegar …
Hraun­drangi er fjallstind­ur á Dranga­fjalli, en hann blas­ir við þegar ekið er um hring­veg­inn í Öxna­dal í Eyja­fjarðar­sýslu. Ljós­mynd/​Wikipedia.org
View this post on In­sta­gram

A post shared by Ales Cesen (@al­escesen)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert