Mari farin í verðskuldað frí til Tenerife

Hlaupadrottningin er mætt til Tenerife!
Hlaupadrottningin er mætt til Tenerife! Samsett mynd

Hlaupa­drottn­ing­in Mari Järsk er mætt á upp­á­halds­áfangastað Íslend­inga, Teneri­fe á Spáni, í verðskuldað frí eft­ir að hafa sigrað bak­g­arðshlaup Nátt­úru­hlaupa í síðustu viku og slegið Íslands­met í leiðinni. 

Það vakti mikla at­hygli þegar Mari birti sjálfs­mynd af sér og Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, á In­sta­gram eft­ir hlaupið þar sem hún sagði frá því að hún væri á leið til Teneri­fe og hafi boðið for­set­an­um með. 

Nú er hún mætt í sól­ina á Teneri­fe og hef­ur notið sín í botn við sund­laug­ar­bakk­ann. Hún hef­ur þó ekki bara verið í slök­un held­ur fór hún í fjall­göngu og smellti mynd af sér á toppn­um með glæsi­legt út­sýni í bak­grunni. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

View this post on In­sta­gram

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

Hljóp 381 kíló­metra á 57 klukku­stund­um

Mari hljóp 57 hringi, eða 381 kíló­metra, á 57 klukku­stund­um í bak­g­arðshlaup­inu. Þá var hún í hópi þriggja hlaup­ara sem slógu Íslands­met í hlaup­inu, en ásamt Mari voru það Andri Guðmunds­son, sem hljóp 52 hringi, og Elísa Krist­ins­dótt­ir, sem hljóp 56 hringi. 

Hlaup­ar­arn­ir fengu góðar mót­tök­ur þegar þau slógu Íslands­metið og stóð Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, við marklín­una. Það er ekki ein­ung­is sjálfs­mynd­in af Mari og for­set­an­um sem hef­ur vakið at­hygli held­ur einnig ljós­mynd af fal­legu augna­bliki þeirra við marklín­una sem ljós­mynd­ari mbl.is náði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert