Strendurnar sem þú verður að heimsækja í Bretlandi

Víðsvegar um Bretland má finna undurfagrar strendur.
Víðsvegar um Bretland má finna undurfagrar strendur. Samsett mynd

Það eru kannski fáir sem leggja leið sína til Bret­lands til þess að liggja á strönd­inni, en Bret­land lum­ar þó á mörg­um spenn­andi og und­ur­fögr­um strönd­um sem geta komið skemmti­lega á óvart á góðum sum­ar­degi. 

Ný­verið tók ferðavef­ur Condé Nast Tra­vell­er sam­an lista yfir bestu strend­urn­ar í Bretlandi, en hér fyr­ir neðan má sjá fimm strend­ur sem prýða list­ann og þykja með þeim fal­leg­ustu. 

Seven Sisters

Í aust­ur­hluta Sus­sex-sýslu er að finna hina fögru kletta Seven Sisters, en nafnið vís­ar til sjö tinda þess­ara kletta sem gleðja sann­ar­lega augað. Van­ir göngugarp­ar geta gengið meðfram klett­un­um, en frá þeim er glæsi­legt út­sýni.

Það er ekki síður magnað sjónarspil að horfa á klettana …
Það er ekki síður magnað sjón­arspil að horfa á klett­ana frá strönd­inni. Ljós­mynd/​Unsplash/​Joseph Pe­ar­son

Dur­dle Door

Á Jurassic-strand­lengj­unni í Dor­set er sjarmer­andi strönd við hið fræga Dur­dle Door sem er kalk­steins­bogi sem ligg­ur á milli tveggja stranda. Til þess að kom­ast á strönd­ina þarf að klifra niður nokk­ur hundruð þrep í klett­in­um, en að mati margra er það vel þess virði. 

Durdle Door tengir saman tvær fallegar strendur.
Dur­dle Door teng­ir sam­an tvær fal­leg­ar strend­ur. Ljós­mynd/​Unsplash/​Robert Bye

Rhossili Bay

Gower skag­inn í Wales stát­ar af einni feg­urstu strand­lengju Bret­lands, en í vest­ur­enda henn­ar er að finna Rhossili Bay sem ein­kenn­ist af hvít­um sandi og brött­um kalk­stein­sklett­um. 

Ströndin er meðal annars í uppáhaldi meðal brimbrettakappa.
Strönd­in er meðal ann­ars í upp­á­haldi meðal brimbret­takappa. Ljós­mynd/​Unsplash/​Marcus Wood­bridge

Llanddwyn

Á eyj­unni Llanddwyn í Wales er sér­lega fög­ur strand­lengja sem teyg­ir sig tæpa fimm kíló­metra eft­ir eyj­unni. Hún er þekkt sem „strönd róm­an­tík­ar­inn­ar“ og býður upp á fal­legt lands­lag, spenn­andi dýra­líf og nota­lega stemn­ingu. 

Ströndin er þekkt sem „strönd rómantíkarinnar“.
Strönd­in er þekkt sem „strönd róm­an­tík­ar­inn­ar“. Ljós­mynd/​Unsplash/​Daniel Seßler

Cuckm­ere Haven

Þeir sem kunna bet­ur við sig á jafn­sléttu en vilja upp­lifa töfra Seven Sisters klett­anna geta dáðst að þeim frá Cuckm­ere Haven-strönd­inni, en hún þykir ein besta strönd­in í ná­lægð við Lund­úni. 

Frá ströndinni er guðdómlegt útsýni yfir Seven Sisters-klettana.
Frá strönd­inni er guðdóm­legt út­sýni yfir Seven Sisters-klett­ana. Ljós­mynd/​Pex­els/​Alec D
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert