Birgitta Haukdal nærir sálina á Balí

Birgitta og Anna Haukdal.
Birgitta og Anna Haukdal. Ljósmynd/skjáskot af instagram

Tónlistarkonan og rithöfundurinn, Birgitta Haukdal, nærir sálina þessa dagana á Balí ásamt móður sinni, Önnu Haukdal. Nóg hefur verið að gera hjá Birgittu undanfarið en hún var ein af dómurum þáttaseríunnar, Idol-stjörnuleit, sem lauk í febrúar og svo gaf hún út lagið Springa út. Til að ná góðri slökun hafa Þær mæðgur meðal annars stundað jóga á ströndinni og skoðað sig um í fallegri náttúru sem einkennir Balí

Þær mæðgur eru hæstánægðar með framandi matarmenningu eyjunnar sem einkennist af afar litríkum og bragðsterkum mat í bland við krydd og ávexti sem þekkjast ekki á Íslandi. Balí býður sannarlega upp á matarveislu sem tekur bragðlaukana á flug!

Einnig virðist sem lífsstíllinn á Balí sé afar afslappaður en Birgitta sagði frá því að það væri allt ólæst á hótelinu en slíku á hún ekki að venjast hérlendis. 

Mæðgurnar smelltu svo af sér mynd á kvöldgöngu við ströndina og eru báðar glæsilegar og í eins kjólum. Fátt er betra en að njóta sín á heitu sumarkvöldi í vel völdum félagsskap

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert