10 bestu afþreyingarnar á Krít

Á listanum eru hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu á Krít.
Á listanum eru hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu á Krít. Ljósmynd/Unsplash/Evangelos Mpikakis

Fal­legu strend­urn­ar á Krít hafa laðað að sér ferðamenn ár­un­um sam­an. Þegar dagdraum­arn­ir taka yfir er auðvelt að ímynda sér fullkomið frí á Krít sem býður upp á hvít­ar strendur og kristaltær­an sjó.

Hins vegar er margt annað en draumkenndar strendur sem gaman er að skoða, en Krít er stærsta eyja Grikklands og geymir langa sögu og djúpstæða menningararfleið sem er jafn stór­kost­leg og síbreytilegt landslag eyj­ar­inn­ar.

Ef þú vilt taka þér pásu frá strönd­inni og verslunarferðum, þá get­urðu skoðað drama­tíska fjalla­bæi sem minna helst á krútt­lega bíó­mynd, séð rúst­ir frá tím­um Rómverja og heimsótt heil­ögu mínósku hallirnar frá brons öld. All­ir þess­ir staðir og fleiri geta tengt þig bet­ur við anda Krít­ar.

10 bestu afþreyingarnar á Krít

1. Skoða sig um í gamla bæn­um í Chania

Ljósmynd/Unsplash/Bayo Adegunloye

Gamli bær­inn Chania er einn sá fal­leg­asti á Grikk­landi. Leyfðu þér að týn­ast á milli lit­ríkra og sjarmer­andi húsasunda. Arkitektúrinn er í krít­versk­um, ottómenskum og feneysk­um stíl þar sem marg­ar göt­ur leiða þig niður á fal­leg „leyni“ húsa­sund.

Taktu göngu­túr að gömlu feneysku og krít­versku bryggj­un­um og þér for­drykk á meðan sólsetrið ylj­ar hjartarót­um. Í aðal­rétt er til­valið að smakka fersk­ustu sjáv­ar­rétti Grikk­lands, en bær­inn er troðfull­ur af huggu­leg­um ekta grísk­um veit­inga­hús­um. 

2. Taktu sund­sprett á Bleiku Elafonissi-strönd­inni

Elafonissi á Krít.
Elafonissi á Krít. Ljósmynd/TripAdvisor

Elafonissi-strönd­in er ein stór­kost­leg­asta strönd Krít­ar enda ótrúleg sjón þegar rósableiki sandurinn kemst í snertingu við myntugræna sjóinn. Best er að fara á strönd­ina að haust­i til að forðast ör­tröð af ferðamönn­um yfir háannatímann á sumr­in. 

3. Nærðu lista­mann­inn í þér í bæn­um Krista

Heimakona önnum kafin við handverkið.
Heimakona önnum kafin við handverkið. Ljósmynd/Unsplash/Ries Bosch

Bærinn sem um ræðir er hefðbund­inn grísk­ur fjalla­bær þar sem ólífu­tré eru á hverju strái. Heim­sæktu bæ­inn Krista til að kynn­ast list­inni að búa til blúndu lista­verk, vefja og sauma út. Kon­urn­ar á þessu svæði eru þekkt­ar fyr­ir gott hand­verk sem heill­ar alla sem þangað koma.

4. Skoðaðu róm­versk­ar minjar fornu Gortyna-borg­ar

Dæmi um Rómverksar minjar.
Dæmi um Rómverksar minjar. Ljósmynd/Unsplash/Clay Leconey

Gortyna var forn róm­versk höfuðborg. Gömlu minjarnar og forn­leif­a­svæði sýna hvernig lífið var á tím­um Rómverja. Þar stóð einu sinni höfuðborg rómversku Krítar um sjötíu árum fyrir Krist og þar er hægt að sjá ótrú­leg róm­verska baðstaði, leik­hús og musteri. Frá hæstu hæð borg­ar­inn­ar er stór­kost­legt út­sýni.

5. Sjáðu strand­irn­ar og eyj­urn­ar í báts­ferð

Sjórinn er einstaklega tær á Krít.
Sjórinn er einstaklega tær á Krít. Ljósmynd/Unsplash/Elena Dimaki

Hoppaðu um borð í bát að hætti heima­fólks og farðu í sigl­ingu til að sjá fal­leg­ustu strend­ur og staði Krít­ar frá öðru sjón­ar­horni. Inn­fædd­ir skipu­leggja oft ferðir til sinna upp­á­haldsstaða og það besta er að þú get­ur farið í land hvar sem þér sýn­ist. Vin­sæl­ustu staðirn­ir til að koma við á bát eru Elafonissi-strönd­in og Hora Sfakion sem er lít­ill ró­leg­ur strand­bær umlukinn skærbláum sjó. 

6. Skoðaðu Mínósku höll­ina í Knossos

Höllin í Knossos.
Höllin í Knossos. Ljósmynd/Unsplash/Martijn Vonk

Upp­lifðu forna menn­ingu Mínóska-tíma­bils­ins. Hægt er að fá leiðsögn um fimmtán hundruð her­bergja höll­ina sem er talið að hafi verið reist um sjö þúsund árum fyr­ir Krist. Sag­an seg­ir að Kóng­ur­inn Mínos, kóng­ur guðanna, hafi búið þar og þess vegna er landið í kring­um höll­ina heil­agt.

7. Afhjúpaðu leynd­ar­mál eyj­ar­inn­ar Spinaloga

Spinaloga Eyja.
Spinaloga Eyja. Ljósmynd/Unsplash/Martijn Vonk

Spinaloga-eyja er staðsett í Elunda-flóa og er mik­il­væg­ur hluti af krít­verskri sögu og ætti að vera á ferðaplani allra. Spinaloga er staður þar sem marg­ir Grikk­ir með holds­veiki þjáðust og voru í ein­angr­un við hörmulegar aðstæður. Eyj­an ber með sér hrylli­lega sögu, en hver ferðalang­ur ætti að gefa sér tíma í að kynn­ast henni. Eyj­an hætti að vera ein­angr­un­arstaður árið 1957.

8. Krít­versk mat­ar­upp­lif­un

Grísk matargerð er þekkt fyrir ferskleika.
Grísk matargerð er þekkt fyrir ferskleika. Ljósmynd/Unsplash/Jez Timms

Krít­versk­ur mat­ur er ljúf­feng­ur og mat­ar­gerðin er þekkt fyr­ir fersk­leika. Ein­fald­leik­inn er leyni­vopnið. Ferskt græn­meti og safa­rík­ir plómu ávext­ir gleðja hvern sem smakkar. Mjúk­ir krít­versk­ir ost­ar eru alls staðar, ekki bara gríski feta­ost­ur­inn, eins og myzithra, held­ur líka sterk­ir geitarostar.

Grísku snittubrauðin með tómöt­um og ólífu­olíu eru líka ómiss­andi. Heima­fólki er annt um nátt­úru sína og gerir mikið úr því að fram­leiða hinar ýmsu matvörur á sjálf­bær­an hátt svo að gæði hrá­efn­anna fá að njóta sín sem best. Yfir 30 millj­ón ólífu­tré vaxa á eyj­unni og þar er sagt að heims­ins besta ólífuolíu sé að finna. 

9. Farðu í göngu­ferð um Samaria Gorge þjóðgarðinn

Samaria Gorge þjóðgarðurinn.
Samaria Gorge þjóðgarðurinn. Ljósmynd/Unsplash/Mor Shani

Þjóðgarðurinn er þekktastur fyrir sín tignarlegur hvítu fjöll þar sem hæsti punktur er allt að 1.230 metrar. Mælt er með því að fjallgöngugarpar taki daginn í skoða þjóðgarðinn til að njóta einstaks útsýnisins yfir fjallgarða eyjarinnar. Í hvítu fjöllunum búa líka frakkar fjallageitur sem þvælast jafnvel um bröttustu klettana. Verðlaunaðu þig svo með góðri hressingu í litla strandbænum Agia Roumeli sem er í næsta nágrenni við Samaria Gorge.

10. Skoðaðu eina grasag­arðinn á Krít

Garður á Krít.
Garður á Krít. Ljósmynd/Unsplash/Brandon Hoogenboom

Stór­feng­leg gró­in svæði á Krít voru ekki alltaf svo blóm­leg. Skógar­eld­ar sem riðu yfir eyj­una árið 2003 eru enn í fersku minni Krít­ar­búa. Öll tré bónd­ans Petro Marinakis urðu eld­in­um að bráð en fljót­lega eft­ir að eld­un­um lauk byrjaði hann strax að sá fyrir nýj­um plönt­um.

Í dag eru um tutt­ugu hekt­ar­ar þakt­ir blóm­um og öðrum jurt­um sem er draum­kennd sjón að sjá. Einnig er hægt að njóta út­sýn­is­ins á veit­ingastað sem staðsett­ur er á besta stað yfir Botanical garð. 

Condé Nest Traveller 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert