Birta Hlín og Helgi urðu heilluð af Barselóna

Birta Hlín Sigurðardóttir og Helgi Jónsson hafa notið lífsins á …
Birta Hlín Sigurðardóttir og Helgi Jónsson hafa notið lífsins á ferðalagi undanfarna viku. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir og unnusti hennar, Helgi Jónsson, hafa verið dugleg að ferðast að undanförnu, en þau áttu góðar stundir bæði í Barselóna á Spáni og í Portúgal þar sem þau heimsóttu ömmu og afa Birtu Hlínar. 

Parið er búsett í Kaupmannahöfn og starfar Birta Hlín sem sjálfstætt starfandi efnishöfundur (e. content creator) og hefur vakið mikla lukku á Youtube, Instagram og TikTok fyrir persónulegt og skemmtilegt efni. 

Féllu algjörlega fyrir Barselóna

Birta Hlín og Helgi hafa verið dugleg að deila myndum og myndskeiðum frá ferðalaginu á miðlum sínum, en Birta Hlín hefur birt tvö Youtube-myndskeið, annað frá Barselóna og hitt frá Portúgal, þar sem hún leyfir fylgjendum að skyggnast inn í fríið þeirra. 

Ferðalagið hófst í Barselóna þar sem Birta Hlín og Helgi féllu algjörlega fyrir borginni, en það hafði verið draumur þeirra í nokkur ár að heimsækja borgina. Þau voru dugleg að skoða sig um borgina og upplifa matarsenuna, bæði á kaffihúsum og veitingastöðum. 

Þaðan var ferðinni heitið til Portúgal að heimsækja ömmu og afa Birtu Hlínar, en þar áttu þau ljúfar stundir og nutu sólarinnar til hins ýtrasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert