Hvert er best að ferðast í júlí?

Átt þú eftir að bóka ferð erlendis í júlí?
Átt þú eftir að bóka ferð erlendis í júlí? Samsett mynd

Júlí­mánuður er mik­ill ferðamánuður meðal Íslend­inga og marg­ir komn­ir með ein­hver skemmti­leg plön fyr­ir sum­ar­fríið. Ef þú átt hins veg­ar eft­ir að skipu­leggja ferðalag er­lend­is í júlí þá þarftu ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur!

Á dög­un­um tóku ferðasér­fræðing­ar Condé Nast Tra­vell­er sam­an lista yfir bestu áfangastaðina í júlí. Á list­an­um má finna ótal spenn­andi áfangastaða víðs veg­ar um heim­inn og því ættu all­ir að geta fundið eitt­hvað við hæfi. 

Seychell­es

Hvít­ar strend­ur, krist­al­tær sjór­inn og fjöl­breytt dýra­líf á Seychell­es-eyj­um í Ind­lands­hafi hafa heillað ófáa ferðamenn í gegn­um tíðina, enda einn af eft­ir­sótt­ustu áfanga­stöðum í heimi. Eyj­arn­ar eru full­kom­inn áfangastaður fyr­ir þá sem vilja upp­lifa suðræna og seiðandi stemn­ingu í góðu hita­stigi, en meðal­hit­inn í júlí er 26°C.

Seychelles-eyjar búa yfir suðrænum og seiðandi töfrum.
Seychell­es-eyj­ar búa yfir suðræn­um og seiðandi töfr­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Dat­ingscout

Provence

Þeir sem vilja upp­lifa franskt æv­in­týri ættu að heim­sækja Provence í Frakklandi. Þar finn­ur þú töfr­andi vín­ekr­ur og heill­andi sjáv­ar­bæi, en í júlí eru hinir frægu lavend­er-akr­ar í full­um blóma og því ómiss­andi að heim­sækja þá. Í júlí­mánuði er milt og gott veður í Provence og meðal­hit­inn um 24°C, en hit­inn get­ur þó farið upp í 30°C á heit­ustu dög­un­um.

Það er ómissandi að heimsækja lavender-akrana í júlí.
Það er ómiss­andi að heim­sækja lavend­er-akr­ana í júlí. Ljós­mynd/​Unsplash/​Getty Ima­ges

Naxos

Ef þú vilt upp­lifa af­slappaða stemn­ingu og al­vöru gríska feg­urð í júlí­mánuði skaltu íhuga eyj­una Naxos. Eyj­an hef­ur upp á margt að bjóða fyr­ir fólk á öll­um aldri, en hvað sem þú ákveður að gera þá mun sjón­arspilið gleðja augað. Í júlí er meðal­hit­inn á eyj­unni um 26°C.

Naxos býr yfir mikilli fegurð.
Naxos býr yfir mik­illi feg­urð. Ljós­mynd/​Unsplash/​Stefanos Nt

Sar­din­ía

Sar­din­ía er næst­stærsta eyja Miðjarðar­hafs og til­heyr­ir Ítal­íu, en það er töfr­um lík­ast að heim­sækja hana í júlí þar sem sól­in skín í ell­efu klukku­stund­ir á dag. Þeim sem vilja forðast mann­fjöld­ann er bent á að fara til La Madda­lena, sem býður upp á ró­legra and­rúms­loft og guðdóm­leg­ar strend­ur. Í júlí er meðal­hiti á Sar­din­íu í kring­um 24°C.

Hvítar strendur og tær sjórinn einkenna eyjuna sem tilheyrir Ítalíu.
Hvít­ar strend­ur og tær sjór­inn ein­kenna eyj­una sem til­heyr­ir Ítal­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ivan Ragoz­in

Stokk­hólm­ur

Ef þú vilt upp­lifa sum­art­öfra Skandi­nav­íu í blóma þá er Stokk­hólm­ur í Svíþjóð hinn full­komni áfangastaður, en þar er milt hita­stig í júlí­mánuði og hægt að synda í sjón­um, ganga um borg­ina og njóta mat­ar­sen­unn­ar til hins ýtr­asta. Í Svíþjóð er meðal­hit­inn í júlí í kring­um 18°C.

Það er alltaf gaman að heimsækja Stokkhólm!
Það er alltaf gam­an að heim­sækja Stokk­hólm! Ljós­mynd/​Unsplash/​Ni­kola Johnny Mir­kovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert