7 draumaáfangastaðir fyrir kylfinga

Á listanum eru draumaáfangastaðir kylfingsins!
Á listanum eru draumaáfangastaðir kylfingsins! Samsett mynd

Fjöl­marg­ir ætla að leggja land und­ir fót og skella sér í golf­ferð er­lend­is í sum­ar. Það er vin­sælt meðal Íslend­inga að skella sér til Spán­ar í golf­ferð, en það eru hins veg­ar ótal spenn­andi áfangastaðir víðs veg­ar í heim­in­um sem bjóða upp á töfr­andi upp­lif­un fyr­ir kylf­inga. 

Á dög­un­um tók For­bes sam­an lista yfir sjö drauma­áfangastaði fyr­ir kylf­inga, allt frá sögu­fræg­um strand­bæ í Skotlandi yfir í töfr­andi golf­völl við sjó­inn í Mexí­kó. 

Skot­land

Skoski strand­bær­inn St. Andrews er þekkt­ur sem fæðing­arstaður golfs­ins og því ekki skrýtið að það sé efst á laupal­ista (e. bucket list) margra kylf­inga að spila þar. Það er nóg af golf­völl­um að velja úr enda finn­ur þú hvergi jafn marga golf­velli miðað við fólks­fjölda og í Skotlandi.

Golfvöllurinn við hið fagra Rusacks St. Andrews er vinsæll meðal …
Golf­völl­ur­inn við hið fagra Rusacks St. Andrews er vin­sæll meðal kylf­inga. Ljós­mynd/​Mar­in­e­andlawn.com

Írland

Á Írlandi eru yfir 400 golf­klúbb­ar og á ári hverju fara meira en 240 þúsund kylf­ing­ar í píla­gríms­ferð þangað til að leika á braut­un­um. Þó svo flest­ir vell­irn­ir séu opn­ir all­an árs­ins hring þá er besti tím­inn fyr­ir golf­ferð til Írlands frá apríl til októ­ber. Yfir há­sum­arið er bjart til klukk­an 22 og því hægt að spila aðeins leng­ur fram eft­ir.

Adare Manor er eftirsóttur dvalarstaður kylfinga í Limerick-sýslu.
Adare Manor er eft­ir­sótt­ur dval­arstaður kylf­inga í Li­merick-sýslu. Ljós­mynd/​Adaremanor.com

Fídjí

Fídjí laðar að sér fjölda ferðamanna ár hvert, en eyj­an er vin­sæl fyr­ir brúðkaups­ferðir, sól­ar­landa­ferðir og köf­un­ar­ferðir. Hins veg­ar er Fídjí líka para­dís fyr­ir kylf­inga með tugi valla á víð og dreif um eyj­una inn­an um fal­leg pálma­tré. Viti Levu er aðal­eyj­an fyr­ir kylf­inga.

Denarau Golf & Racquet Club býður kylfingum upp á magnað …
Den­ar­au Golf & Racqu­et Club býður kylf­ing­um upp á magnað út­sýni. Ljós­mynd/​Den­ar­au­golfracqu­et.com

Nýja Sjá­land

Nýja Sjá­land er hinn full­komni áfangastaður fyr­ir kylf­inga sem vilja vera um­kringd­ir ein­stakri nátt­úru­feg­urð. Á Nýja Sjálandi eru yfir 400 golf­vell­ir með fjöl­breyttu lands­lagi og þykir landið að mati margra feg­ursti áfangastaður­inn fyr­ir kylf­inga. Frá októ­ber og fram í apríl er há­anna­tími kylf­inga á Nýja Sjálandi.

Te Arai Links býður upp á tvo golfvelli meðfram strandlengjunni.
Te Arai Links býður upp á tvo golf­velli meðfram strand­lengj­unni. Ljós­mynd/​Thearai.com

Mexí­kó

Los Ca­bos og Baja-skag­inn hafa lengi þótt með bestu golfá­fanga­stöðum heims, ekki síst vegna fjöl­breyti­leika lands­lags­ins og suðrænu stemn­ing­una. Í Mexí­kó eru yfir 200 golf­vell­ir en íþrótt­in hef­ur vaxið mikið síðustu ár.

Villa del Palmar á Loreto-eyjum við Danzante-flóa býður upp á …
Villa del Palm­ar á Lor­eto-eyj­um við Danz­an­te-flóa býður upp á golf­völl með stór­brotnu út­sýni. Ljós­mynd/​Villa­delpalmarlor­eto.com

Víet­nam

Víet­nam er ann­ar áfangastaður þar sem golfið er í mikl­um upp­vexti, en um þess­ar mund­ir eru nokkr­ir af bestu golfarki­tekt­um heims að hanna velli þar í fjöll­un­um, frum­skóg­um og meðfram strand­lengj­unni.

Hoiana Shoes Golf Club er vinsæll meðal kylfinga.
Hoi­ana Shoes Golf Club er vin­sæll meðal kylf­inga. Ljós­mynd/​Hoi­ana.com

Má­ritíus 

Má­ritíus er þekkt fyr­ir töfr­andi strend­ur og grósku­mikið lands­lag, en eyj­an á sér hins veg­ar áhuga­verða sögu þegar kem­ur að golfi. Talið er að Má­ritíus hafi verið þriðja landið í heim­in­um sem kynnt­ist íþrótt­inni og Gym­k­h­ana golf­klúbbur­inn er fjórði sveita­klúbbur­inn í heim­in­um þar sem golf var spilað.

Anahita Golf Club er staðsettur á fallegum stað þar sem …
Ana­hita Golf Club er staðsett­ur á fal­leg­um stað þar sem áður var syk­urplantekra. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert