Þetta eru löndin með hreinustu strendur heims

Á listanum eru fimm lönd með hreinustu strendur heims.
Á listanum eru fimm lönd með hreinustu strendur heims. Samsett mynd

Sól­ar­landa­ferðir eru alltaf vin­sæl­ar meðal Íslend­inga, enda fátt sem topp­ar það að hlaða batte­rí­in á hlýrri og sól­rík­ari slóðum – sér­stak­lega þegar veðurguðirn­ir taka upp á því að demba snjó­komu og app­el­sínu­gul­um viðvör­un­um yfir landið í júní! 

Sólþyrst­ir lands­menn þurfa þó ekki að hafa áhyggj­ur því það er nóg af sól ann­ars staðar í heim­in­um, en þar er líka nóg af fal­leg­um strönd­um.

Á dög­un­um gaf FEE, stofn­un sem sér um um­hverf­is­fræðslu í Kaup­manna­höfn, út lista yfir þau lönd sem eru með flest­ar Blá­fána­strend­ur og þar af leiðandi hrein­ustu strend­ur heims. Verk­efnið gef­ur viður­kenn­ingu fyr­ir strand­ar­tíma­bil á ári hverju, sem oft­ast er frá 1. júní til 15. sept­em­ber, fyr­ir strend­ur, smá­báta­hafn­ir og ferðaþjón­ustu­báta á grund­velli strangra vatns­gæða auk um­hverf­is­mála-, mennt­un­ar-, ör­ygg­is-, og aðgengistengdra viðmiða.

Á list­an­um eru þau fimm lönd sem tróna á toppi list­ans í ár, en sam­an­lagt eru lönd­in fimm með 2.635 Blá­fána­vottaðar strend­ur.

1. Spánn

Það land sem er með flest­ar Blá­fána­vottaðar strend­ur í heimi er Spánn, en landið stát­ar af hvorki meira né minna en 628 vottuðum strönd­um. Þetta er í þriðja sinn sem Spánn trón­ir á toppi list­ans, en árið 2022 setti landið heims­met Guinn­ess fyr­ir flest­ar Blá­fána­strend­ur.

Spánn trónir á toppi listans þriðja árið í röð.
Spánn trón­ir á toppi list­ans þriðja árið í röð. Ljós­mynd/​Unsplasg/​Mariya Oliynyk

2. Grikk­land

Rétt á eft­ir Spáni kem­ur Grikk­land með næst­flest­ar Blá­fána­vottaðar strend­ur í heimi, eða 596 tals­ins. Þar af eru 94 strend­ur á Halkidiki svæðinu í norður­hluta lands­ins. Þess má geta að Kampoudi-strönd­in, sem er staðsett náægt Ouranoupol­is svæðinu, hef­ur hlotið þrjá  Blá­fána á hverju ári síðan 1951.

Í öðru sæti er Grikkland sem státar ekki einungis af …
Í öðru sæti er Grikk­land sem stát­ar ekki ein­ung­is af fal­leg­um strönd­um held­ur líka hrein­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Thom­as Old­en­burger

3. Tyrk­land

Tyrk­land er í þriðja sæti list­ans með 551 Blá­fána­vottaðar strend­ur. Í An­ta­lya-héraði, sem þekkt er fyr­ir friðsæla og töfr­andi strand­lengju sína, eru hvorki meira né minna en 231 vottaðar strend­ur – þar á meðal Lara-strönd­in sem er átta kíló­metr­ar að lengd. 

Tyrkland er í þriðja sæti listans, en flestar strendurnar eru …
Tyrk­land er í þriðja sæti list­ans, en flest­ar strend­urn­ar eru í An­ta­lya-héraði. Ljós­mynd/​Pex­els/​Oguz Kag­an Cevik

4. Ítal­ía

Í fjórða sæti er Ítal­ía, sem er einn vin­sæl­asti sól­ar­landa­áfangastaður heims, með um átta þúsund kíló­metra langri strand­lengju og 457 Blá­fána­vottuðum strönd­um. Meðfram ít­ölsku ri­víer­unni er Lig­uria sem er eina svæðið á Ítal­íu sem hef­ur fengið 34 Blá­fána í 14 ár í röð. 

Ítalía er ein vinsælasti sólarlandaáfangastaður heims, en þar eru 457 …
Ítal­ía er ein vin­sæl­asti sól­ar­landa­áfangastaður heims, en þar eru 457 Blá­fána­vottaðar strend­ur. Ljós­mynd/​Unsplasg/​Will Tru­ettner

5. Frakk­land

Frakk­land er í fimmta sæti list­ans með 403 Blá­fána­vottuðum strönd­um. Ein af nýj­ustu strönd­un­um til þess að fá vott­un er Pla­ge de Trez Goarem sem staðsett er á vernduðu svæði í hæðótt­um norðvest­ur­hluta Bratagne. 

Í fimmta sæti listans er Frakkland sem er með 403 …
Í fimmta sæti list­ans er Frakk­land sem er með 403 vottaðar strend­ur. Ljós­mynd/​Unsplash/​Marius Cern

Condé Nast Tra­vell­er

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert