Gengur um götur New York-borgar aðeins klædd bikiníi

Emily Ratajkowski frjálsleg í New York-Borg.
Emily Ratajkowski frjálsleg í New York-Borg. Samsett mynd

Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski vakti mikla athygli meðal vegfarenda New York-borgar á dögunum þegar hún gekk um götur stórborgarinnar aðeins klædd litlu appelsínugulu bikiníi.

Ratajkowski gerði garðinn frægan þegar hún birtist í tónlistarmyndbandi lagsins Love Somebody hjá hljómsveitinni Maroon 5 árið 2012 og skaust aftur á stjörnuhimininn þegar hún dansaði ári seinna með tónlistarmanninum Robin Ticke í tónlistarmyndbandinu fyrir lagið hans Blurred Lines.

Fyrirsætan sötraði á ískaffi þegar hún gekk um Greenwich-hverfið í Manhattan klædd aðeins litla bikiníinu ásamt hvítum sokkum og rauðum Vans-skóm en hún var á leiðinni í myndatöku fyrir nýja sundfatalínu sína Inamorata. Á leiðinni smellti hún af sér nokkrum Sjóðheitum bikinímyndum í miðri stórborginni.

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

Fyrirsætan er ekki þekkt fyrir að vera spéhrædd, en hún mætti á Met Gala-hátíðina, sem haldin var þann 6. maí síðastliðinn, í gegnsæjum kjól þakinn geimsteinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert